BID bækur

BID bækur

12 BID hafa unnist það sem af er ári

  • 27 September, 2018
  • Category: IS

Mikilvægur og vaxandi liður í starfsemi Meet in Reykjavík er útgáfa svokallaðra BIDa. Orðið „bid“ er sótt beint í ensku og þýðir í raun tilboð eða umsókn, en innan MICE-heimsins er BID ekki síður yfirlýsing á vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningalaust senda fleiri en einn áfangastaður BID í alþjóðlegan viðburð. Dæmi eru um að 3-5 áfangastöðum sé boðið að senda inn BID, en einnig er þekkt að umsóknarferlið sé öllum opið.

Oftar en ekki eru BID unnin í samstarfi við Ambassador, þ.e. meðlim í Ambassador Klúbbi Meet in Reykjavík sem hefur tengingu við alþjóðlegu samtökin sem standa fyrir viðburðinum sem sóst er eftir. Aðkoma Ambassadora hefur mikið vægi í umsóknarferlinu og er oft forsenda þess að áfangastaður sé tekin til greina.

Það sem af er árinu 2018 (janúar til ágúst) hafa 17 BID verið send. Þar af hafa 7 verkefni unnist en að auki 5 frá fyrri árum, samtals 12 BID unnist á þessu ári. Til samanburðar unnust 13 BID árið 2017. Við erum því afskaplega ánægð með heimturnar en vonumst að sjálfsögðu eftir að vinna fleiri áður en árið er úti.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Team Iceland IBTM World Barcelona 2018

Vinsældir Íslands á IBTM vekja athygli

Mikilvægi fagsýninga fyrir kaupendur af MICE ferðaþjónustu er nokkuð óumdeilt. Þó nokkrar kannanir hafa sýnt að meirihluti MICE kaupenda kýs að nýta sér fagsýningar til þess að afla upplýsinga um áfangastaði og komast í beint samband við einstaka þjónustu aðila. IBTM World Barcelona fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018 en hún er ein af þeim…

  • 23 January, 2019
  • Category: IS
gds index logo 2018

Reykjavík 89% sjálfbær ráðstefnuborg

Listi Global Destination Sustainability Index (GDS-Index) fyrir árið 2018 hefur verið opinberaður og samkvæmt honum uppfyllir Reykjavík nú 89% markmiða um sjálfbærni Ráðstefnuborga. Reykjavík er í þriðja sæti listans eins og undanfarin tvö ár þrátt fyrir að hafa bætt einkunn sína um ein sjö prósentustig á milli ára. Norrænar borgir eru áberandi á listanum í…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
Sigurjóna Sverrisdóttir

Verðmæt snerting við MICE-Kaupendur

Síðasta kaupstefna ársins, IBTM World Barcelona, fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018. Skömmu áður eða 16.–18. Október var IMEX America haldin í Las Vegas. Frá árinu 2012 hefur Ráðstefnuborgin Reykjavík leitt hóp íslenskra þjónustuaðila á umræddar kaupstefnur. Var þetta því í sjöunda skipti sem Reykjavík og Ísland er kynnt á sýningunni undir merkjum Meet in…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry