BID bækur

BID bækur

12 BID hafa unnist það sem af er ári

  • 27 September, 2018
  • Category: IS

Mikilvægur og vaxandi liður í starfsemi Meet in Reykjavík er útgáfa svokallaðra BIDa. Orðið „bid“ er sótt beint í ensku og þýðir í raun tilboð eða umsókn, en innan MICE-heimsins er BID ekki síður yfirlýsing á vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningalaust senda fleiri en einn áfangastaður BID í alþjóðlegan viðburð. Dæmi eru um að 3-5 áfangastöðum sé boðið að senda inn BID, en einnig er þekkt að umsóknarferlið sé öllum opið.

Oftar en ekki eru BID unnin í samstarfi við Ambassador, þ.e. meðlim í Ambassador Klúbbi Meet in Reykjavík sem hefur tengingu við alþjóðlegu samtökin sem standa fyrir viðburðinum sem sóst er eftir. Aðkoma Ambassadora hefur mikið vægi í umsóknarferlinu og er oft forsenda þess að áfangastaður sé tekin til greina.

Það sem af er árinu 2018 (janúar til ágúst) hafa 17 BID verið send. Þar af hafa 7 verkefni unnist en að auki 5 frá fyrri árum, samtals 12 BID unnist á þessu ári. Til samanburðar unnust 13 BID árið 2017. Við erum því afskaplega ánægð með heimturnar en vonumst að sjálfsögðu eftir að vinna fleiri áður en árið er úti.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Young business woman

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry