BID bækur

BID bækur

12 BID hafa unnist það sem af er ári

  • 27 September, 2018
  • Category: IS

Mikilvægur og vaxandi liður í starfsemi Meet in Reykjavík er útgáfa svokallaðra BIDa. Orðið „bid“ er sótt beint í ensku og þýðir í raun tilboð eða umsókn, en innan MICE-heimsins er BID ekki síður yfirlýsing á vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningalaust senda fleiri en einn áfangastaður BID í alþjóðlegan viðburð. Dæmi eru um að 3-5 áfangastöðum sé boðið að senda inn BID, en einnig er þekkt að umsóknarferlið sé öllum opið.

Oftar en ekki eru BID unnin í samstarfi við Ambassador, þ.e. meðlim í Ambassador Klúbbi Meet in Reykjavík sem hefur tengingu við alþjóðlegu samtökin sem standa fyrir viðburðinum sem sóst er eftir. Aðkoma Ambassadora hefur mikið vægi í umsóknarferlinu og er oft forsenda þess að áfangastaður sé tekin til greina.

Það sem af er árinu 2018 (janúar til ágúst) hafa 17 BID verið send. Þar af hafa 7 verkefni unnist en að auki 5 frá fyrri árum, samtals 12 BID unnist á þessu ári. Til samanburðar unnust 13 BID árið 2017. Við erum því afskaplega ánægð með heimturnar en vonumst að sjálfsögðu eftir að vinna fleiri áður en árið er úti.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

BID-bækur 2018

14 BID unnust árið 2018

Á árinu 2018 unnust 14 BID sem Meet in Reykjavík átti aðkomu að og er það met þar sem unnum BIDum fjölgaði um eitt frá árinu 2017. Eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi er BID umsókn eða yfirlýsing um vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningarlaust berjast…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
European Fom Awards 2018

EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNIN Á ÍSLANDI 2020

Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í desember árið 2020. Stofnað var til verðlaunanna árið 1988 en megintilgangur þeirra er að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Um viðamikið samstarfsverkefni er að ræða milli ríkis og borgar og hafa viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttust…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
Go to Iceland Logo (fylgir frétt um aðild)

Go to Iceland nýr aðildarfélagi Meet in Reykjavík

Í febrúar gekk fyrirtækið Go to Iceland (DMC) í hóp aðildarfélaga Meet in Reykjavík. Go to Iceland er ný ferðaskrifstofa sem er reyst á áratugareynslu eigenda hennar. Ferðaskrifstofan mun meðal annars bjóða upp á sérlausnir fyrir hvers kyns hvataferða- og fyrirtækjahópa. Meet in Reykjavík býður Go to Iceland velkomið í hóp aðildarfélaga.

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry