BID-bækur 2018

BID bækur

14 BID unnust árið 2018

  • 5 March, 2019
  • Category: IS

Á árinu 2018 unnust 14 BID sem Meet in Reykjavík átti aðkomu að og er það met þar sem unnum BIDum fjölgaði um eitt frá árinu 2017. Eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi er BID umsókn eða yfirlýsing um vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningarlaust berjast fleiri en einn áfangastaður um þessi viðskipti. Algengt er að þeir séu á bilinu þrír til fimm en oft eru þeir fleiri. Meet in Reykjavík sendi frá sér 20 BID á árinu 2018 en meirihluti þeirra hefur ekki fengið formlega afgreiðslu.

Oftar en ekki eru BID unnin í samstarfi við Ambassador, þ.e. meðlim í Meet in Reykjavík Ambassador Club sem hefur tengingu við alþjóðlegu samtökin sem halda viðburðinn sem sóst er eftir.

Meðal þeirra viðburða sem unnust árið 2018 eru:

Evrópuþing Business Professional Women (BPW) sem verður haldið í Reykjavík árið 2022. Búist er við allt að 1.000 konur frá flestum löndum Evrópu taki þátt í ráðstefnunni. Umsóknin var unnin í samstarfi við Guðrúnu S. Jakobsdóttur, fyrrverandi forseta BPW á Íslandi.

ECPP 2020 eða European Conference on Positive Psychology verður haldin í Hörpu 23.–27. júní 2020. Búist er búist við 800 þátttakendum á ráðstefnunni. Umsókn var unnin í samstarfi við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sérfræðing hjá Landslæknisembættinu.

EUROGYM er hátíð evrópsks fimleikafólks, haldin annað hvert ár. Hátíðin er ekki keppni heldur vettvangur jákvæðra samskipta, nýrra uppgötvana og fræðslu. EUROGYM 2020 verður haldið víða um borgina en þó að mestu í Laugardal dagana 12.–16. júlí 2020 og er búist við 4.000 þátttakendum frá 50 löndum. Umsókn var unnin í samstarfi við Fimleikasamband Íslands og leiddi Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fimleikasambandsins, þá vinnu.

Global District Energy Climate Awards 2019 verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 25. október 2019 samhliða ráðstefnunni Sustainable District Energy Conference. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, fór fyrir umsókn Íslands um að halda verðlaunin sem eru nú veitt í sjötta sinn. Búist er við að 300 erlendir gesti komi til landsins til þess að vera viðstaddir verðlaunaafhendinguna.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Harpa Norðurljós

Miklar búsifjar í ráðstefnu-, fundar- og hvataferðaþjónustu hér á landi vegna COVID-19

Árið 2020 stefndi í metár í alþjóðlegum fundum, ráðstefnum, hvataferðum og viðburðum hér á landi, að sögn Sigurjónu Sverristóttir framkvæmdastjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Félagið er samstarf Reykjavíkurborgar, Icelandair group, Hörpu og rúmlega 40 annarra hagsmunaaðila og sér um kynningu og markaðssetningu á Reykjavík og Íslandi sem áfangastaður fyrir viðskiptaferðaþjónustu. Samkvæmt áætlunum félagsins stefndi…

  • 17 March, 2020
  • Category: IS

Nýr starfsmaður hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík

Guðrún Ósk Kristinsdóttir hóf störf hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík 1. nóvember síðastliðin. Guðrún Ósk á að baki langan feril í MICE ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelan Travel, Atlantik og Concept Events. Guðrún Ósk mun sjá um tilboðsgerð í stærri ráðstefnur í samstarfi við aðildarfélaga og ambassadora. Ráðstefnuborgin Reykjavík býður Guðrúnu velkomna til starfa.

  • 13 December, 2019
  • Category: IS

RR skrifar undir yfirlýsingu um Ábyrga ferðaþjónustu

Þann 5. desember. s.l. á degi ábyrgrar ferðaþjónustu sem haldin var á Hótel Sögu skrifaði Ráðstefnuborgin Reykjavík undir yfirlýsingu um Ábyrga ferðaþjónustu. Félagið skuldbindur sig þar með til þess að birta markmið sín um samfélagslega ábyrgð. Þau markmið verða hluti af sjálfbærnistefnu RR sem birt verða á fyrrihluta næsta árs. Við sama tilefni skrifaði einn…

  • 11 December, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry