BID-bækur 2018

BID bækur

14 BID unnust árið 2018

  • 5 March, 2019
  • Category: IS

Á árinu 2018 unnust 14 BID sem Meet in Reykjavík átti aðkomu að og er það met þar sem unnum BIDum fjölgaði um eitt frá árinu 2017. Eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi er BID umsókn eða yfirlýsing um vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningarlaust berjast fleiri en einn áfangastaður um þessi viðskipti. Algengt er að þeir séu á bilinu þrír til fimm en oft eru þeir fleiri. Meet in Reykjavík sendi frá sér 20 BID á árinu 2018 en meirihluti þeirra hefur ekki fengið formlega afgreiðslu.

Oftar en ekki eru BID unnin í samstarfi við Ambassador, þ.e. meðlim í Meet in Reykjavík Ambassador Club sem hefur tengingu við alþjóðlegu samtökin sem halda viðburðinn sem sóst er eftir.

Meðal þeirra viðburða sem unnust árið 2018 eru:

Evrópuþing Business Professional Women (BPW) sem verður haldið í Reykjavík árið 2022. Búist er við allt að 1.000 konur frá flestum löndum Evrópu taki þátt í ráðstefnunni. Umsóknin var unnin í samstarfi við Guðrúnu S. Jakobsdóttur, fyrrverandi forseta BPW á Íslandi.

ECPP 2020 eða European Conference on Positive Psychology verður haldin í Hörpu 23.–27. júní 2020. Búist er búist við 800 þátttakendum á ráðstefnunni. Umsókn var unnin í samstarfi við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sérfræðing hjá Landslæknisembættinu.

EUROGYM er hátíð evrópsks fimleikafólks, haldin annað hvert ár. Hátíðin er ekki keppni heldur vettvangur jákvæðra samskipta, nýrra uppgötvana og fræðslu. EUROGYM 2020 verður haldið víða um borgina en þó að mestu í Laugardal dagana 12.–16. júlí 2020 og er búist við 4.000 þátttakendum frá 50 löndum. Umsókn var unnin í samstarfi við Fimleikasamband Íslands og leiddi Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fimleikasambandsins, þá vinnu.

Global District Energy Climate Awards 2019 verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 25. október 2019 samhliða ráðstefnunni Sustainable District Energy Conference. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, fór fyrir umsókn Íslands um að halda verðlaunin sem eru nú veitt í sjötta sinn. Búist er við að 300 erlendir gesti komi til landsins til þess að vera viðstaddir verðlaunaafhendinguna.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Young business woman

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry