Ambassador Club – Upplýsingar á íslensku

Ef þú ert með hugmyndir um alþjóðlega ráðstefnu eða viðburð en vantar markaðsefni og leiðbeiningar hafðu samband við Meet in Reykjavík. Við hjálpum þér að láta hugmyndina verða að veruleika. Skrifaðu okkur línu og stílaðu á AMBASSADOR@MEETINREYKJAVIK.IS eða hringdu í okkur í síma 527 6660. Best er að spyrja eftir Hildi en við munum öll leggjast á eitt að aðstoða eftir mætti.

Heiðurs Ambassadorar

Haraldur Sigursteinsson formaður Jarðtæknifélags Íslands og og Dr. Felix Valsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir – Heiðurs Ambassadorar 2017

Hvað er Meet in Reykjavík?
Meet in Reykjavik var stofnað árið 2012 og hefur það meginhlutverk að markaðssetja Reykjavík og Ísland sem áfangastað fyrir alþjóðlegar ráðstefnur, hvataferðir og viðburði. Að Meet in Reykjavík standa um 40 fyrirtæki sem starfa innan innan ráðstefnu- og viðburðamarkaðar eða sjá hag sinn í styrkingu þessarar tegundar ferðaþjónustunnar. Kjölfestufjárfestar eru Reykjavíkurborg, Icelandair group og HARPA. Meet in Reykjavík sér um að beina öllum viðskiptatækifærum sem verða til, í gegnum kynningar- og markaðsstarf sitt, til aðildarfélaga. Innan þess félagsskapar eru m.a. sérfræðingar sem sjá um skipulagningu og umsjón ráðstefna og viðburða á Íslandi.

Hverjir eru Meet in Reykjavík ambassadorar?
Meet in Reykjavík ambassadorar eru einstaklingar með sterkt erlent tengslanet. Þeir eru talsmenn þess að efla hróður Reykjavíkur í þeim tilgangi að að fá alþjóðlega ráðstefnu eða viðburð hingað til lands. Saman mynda þeir Ambassador Club. Borgarstjórinn í Reykjavík  Dagur B. Eggertsson er verndari félagsskaparins. Innan þess félagsskapar eru m.a. einstaklingar innan fræðasamfélagsins, í viðskiptalífinu, menningarlífinu og íþróttum.

Persónuleg tengsl og traustvekjandi upplýsingar vega mikils þegar velja á áfangastað fyrir ráðstefnu eða viðburð. Með sameiginlegu framlagi markaðsefnis Meet in Reykjavík og faglegra tengsla ambassadora er auðveldara að sannfæra alþjóðlega skipuleggjendur að á Íslandi séu góðir innviðir og fagþekking til staðar til að hýsa viðburðinn þeirra.

Nánari upplýsingar:  Ambassador bæklingur