Aðalfundur Meet in Reykjavík á Háuloftum í Hörpu 11. apríl 2019

Frá aðalfundi Meet in Reykjavík 11. apríl 2019

Aðalfundur Meet in Reykjavík fór fram í Hörpu

  • 15 May, 2019
  • Category: IS

Aðalfundur Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík) var haldinn á Háuloftum í Hörpu 11. apríl sl. Arna Schram, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og kynnti ársreikning félagsins sem var samþykktur einróma.

Stjórn félagsins var endurkjörin án mótframboðs en hana skipa Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar (formaður stjórnar), Ársæll Harðarson fyrir hönd Icelandair Group (varaformaður), Karítas Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri tónlistar- og ráðstefnusviðs Hörpu, lngibjörg Guðmundsdóttir frá DMC lncentive Travel og Anna Valdimarsdóttir frá CP Reykjavík.

Starfsmenn Meet in Reykjavík, þau Þorsteinn Örn Guðmundsson, Sigurður Valur Sigurðsson, Hildur Björg Bæringsdóttir og Sigurjóna Sverrisdóttir, fóru yfir framvindu helstu verkefna og gerðu grein fyrir áherslum næsta starfsárs. Einnig var fjallað um innra starf félagsins og framtíðarsýn og óskaði stjórn félagsins eftir umboði fundarins til þess að útfæra nýtt aðildarþrep með það að markmiði að stækka hóp aðildarfélaga. Var það umboð veitt. Auk þess var breytt fyrirkomulag samþykkt á kosningu til stjórnar.

Meet in Reykjavík þakkar stjórn og aðildarfélögum ánægjulegt og árangursríkt starfsár.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Young business woman

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry