Aðalfundur Meet in Reykjavík á Háuloftum í Hörpu 11. apríl 2019

Frá aðalfundi Meet in Reykjavík 11. apríl 2019

Aðalfundur Meet in Reykjavík fór fram í Hörpu

  • 15 May, 2019
  • Category: IS

Aðalfundur Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík) var haldinn á Háuloftum í Hörpu 11. apríl sl. Arna Schram, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og kynnti ársreikning félagsins sem var samþykktur einróma.

Stjórn félagsins var endurkjörin án mótframboðs en hana skipa Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar (formaður stjórnar), Ársæll Harðarson fyrir hönd Icelandair Group (varaformaður), Karítas Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri tónlistar- og ráðstefnusviðs Hörpu, lngibjörg Guðmundsdóttir frá DMC lncentive Travel og Anna Valdimarsdóttir frá CP Reykjavík.

Starfsmenn Meet in Reykjavík, þau Þorsteinn Örn Guðmundsson, Sigurður Valur Sigurðsson, Hildur Björg Bæringsdóttir og Sigurjóna Sverrisdóttir, fóru yfir framvindu helstu verkefna og gerðu grein fyrir áherslum næsta starfsárs. Einnig var fjallað um innra starf félagsins og framtíðarsýn og óskaði stjórn félagsins eftir umboði fundarins til þess að útfæra nýtt aðildarþrep með það að markmiði að stækka hóp aðildarfélaga. Var það umboð veitt. Auk þess var breytt fyrirkomulag samþykkt á kosningu til stjórnar.

Meet in Reykjavík þakkar stjórn og aðildarfélögum ánægjulegt og árangursríkt starfsár.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Þrír „Ambassadorar“ heiðraðir (myndband)

Þann 5. september 2019 stóðu Ráðstefnuborgin Reykjavík og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir fundi um vöxt, tækifæri og leitni (e. trend) í ráðstefnu-, viðburða- og hvataferðaþjónustu á Íslandi undir yfirskriftinni Áfram MICE-Land. Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum voru þrír samstarfsaðilar (Ambassadorar) Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur heiðraðir fyrir að hafa…

  • 30 September, 2019
  • Category: IS

Dr. Rob Davidson segir árangur Reykjavíkur enga tilviljun (myndband)

Dr. Rob Davidson flutti aðalerindið á fundinum Áfram MICE-Land sem haldinn var í samstarfi Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur og SAF nýverið. Dr. Davidson hefur undanfarin 20 ár stundað rannsóknir og kennslu, samhliða ráðgjafastörfum, bókar- og greinaskrifum á þróun og leitni í viðskiptaferðaþjónustu. Í erindi sínu fjallaði Dr. Davidson um víðtæk efnahagsleg og félagsleg áhrif MICE-ferðaþjónustu og tók…

  • 30 September, 2019
  • Category: IS

Áfram MICE-Land myndir

Ljósmyndari á vegum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur fangaði stemmninguna á fundinum Áfram MICE-Land og á vinnustofu sem haldin var fyrir aðildarfélaga MiR fyrir fundinn á Hilton. Hægt er að nálgast nokkrar svipmyndir hér.

  • 30 September, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry