Arna Schram stjórnarformaður Meet in Reykjavík

Aðalfundur Meet in Reykjavík fyrir árið 2019 fór fram í Hörpu

  • 2 June, 2020
  • Category: IS

Aðalfundur Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík) var haldinn í Silfurbergi Hörpu 28 maí sl. Arna Schram, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og Sigurjóna Sverrisdóttir framkvæmdastjóri MiR kynnti ársreikning félagsins sem var samþykktur einróma.

Covid-19 faraldurinn og viðræður Meet in Reykjavík við Íslandsstofu um nánara samstarf eða sameiningu núna í sumar voru fyrirferðamikil á fundinum. Stjórn félagsins lagði til að aðildargjöld Meet in Reykjavík yrðu felld niður út árið í ljósi erfiðra aðstæðna margra aðildarfélaga. Aðildarfélagar sem segja sig úr aðild fyrir 30. september n.k. þurfa þó að greiða aðildargjöld að fullu. Var tillagan samþykkt einróma. Jafnframt voru aðildarfélagar boðaðir á stefnumótunarfund 11. júní n.k. á Hilton Nordica kl. 13:00 þar þar sem farið verður yfir samstarfssamning Meet in Reykjavík og Íslandsstofu og ný stefna félagsins rædd. Þá var jafnframt tilkynnt að boðað yrði til auka aðalfundar í haust þar sem félagið tæki formlega afstöðu til samstarfsins.

Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar (formaður stjórnar), Ársæll Harðarson fyrir hönd Icelandair Group (varaformaður), Karítas Kjartansdóttir, viðskiptaþrónarstjóri Hörpu, lngibjörg Guðmundsdóttir frá DMC lncentive Travel og Anna Valdimarsdóttir frá Sena

Rúmlega 40 aðildarfélagar mættu á fundinn en honum var jafnframt streymt á heimasíðu félagsins.

Meet in Reykjavík þakkar stjórn og aðildarfélögum ánægjulegt og árangursríkt starfsár.

 

Svipmyndir frá fundinum má sjá hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Förum öll vel undirbúin „saman í sókn“!

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hér hvað heimsfaraldur COVID-19 setur okkur sem störfum í ferðaþjónustu á Íslandi í erfiða stöðu. Starfsmenn margra fyrirtækja róa nú lífróður við að trygga rekstrarhæfi þeirra þegar ástandinu lýkur. Við sem störfum í funda-, hvataferða, ráðstefnu- viðburðaferðaþjónustu (MICE) förum ekki varhluta af alvarleika ástandsins og sjáum vel að það…

  • 9 May, 2020
  • Category: IS
Harpa Norðurljós

Miklar búsifjar í ráðstefnu-, fundar- og hvataferðaþjónustu hér á landi vegna COVID-19

Árið 2020 stefndi í metár í alþjóðlegum fundum, ráðstefnum, hvataferðum og viðburðum hér á landi, að sögn Sigurjónu Sverristóttir framkvæmdastjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Félagið er samstarf Reykjavíkurborgar, Icelandair group, Hörpu og rúmlega 40 annarra hagsmunaaðila og sér um kynningu og markaðssetningu á Reykjavík og Íslandi sem áfangastaður fyrir viðskiptaferðaþjónustu. Samkvæmt áætlunum félagsins stefndi…

  • 17 March, 2020
  • Category: IS

Nýr starfsmaður hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík

Guðrún Ósk Kristinsdóttir hóf störf hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík 1. nóvember síðastliðin. Guðrún Ósk á að baki langan feril í MICE ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelan Travel, Atlantik og Concept Events. Guðrún Ósk mun sjá um tilboðsgerð í stærri ráðstefnur í samstarfi við aðildarfélaga og ambassadora. Ráðstefnuborgin Reykjavík býður Guðrúnu velkomna til starfa.

  • 13 December, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry