Arna Schram stjórnarformaður Meet in Reykjavík

Aðalfundur Meet in Reykjavík fyrir árið 2019 fór fram í Hörpu

  • 2 June, 2020
  • Category: IS

Aðalfundur Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík) var haldinn í Silfurbergi Hörpu 28 maí sl. Arna Schram, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og Sigurjóna Sverrisdóttir framkvæmdastjóri MiR kynnti ársreikning félagsins sem var samþykktur einróma.

Covid-19 faraldurinn og viðræður Meet in Reykjavík við Íslandsstofu um nánara samstarf eða sameiningu núna í sumar voru fyrirferðamikil á fundinum. Stjórn félagsins lagði til að aðildargjöld Meet in Reykjavík yrðu felld niður út árið í ljósi erfiðra aðstæðna margra aðildarfélaga. Aðildarfélagar sem segja sig úr aðild fyrir 30. september n.k. þurfa þó að greiða aðildargjöld að fullu. Var tillagan samþykkt einróma. Jafnframt voru aðildarfélagar boðaðir á stefnumótunarfund 11. júní n.k. á Hilton Nordica kl. 13:00 þar þar sem farið verður yfir samstarfssamning Meet in Reykjavík og Íslandsstofu og ný stefna félagsins rædd. Þá var jafnframt tilkynnt að boðað yrði til auka aðalfundar í haust þar sem félagið tæki formlega afstöðu til samstarfsins.

Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar (formaður stjórnar), Ársæll Harðarson fyrir hönd Icelandair Group (varaformaður), Karítas Kjartansdóttir, viðskiptaþrónarstjóri Hörpu, lngibjörg Guðmundsdóttir frá DMC lncentive Travel og Anna Valdimarsdóttir frá Sena

Rúmlega 40 aðildarfélagar mættu á fundinn en honum var jafnframt streymt á heimasíðu félagsins.

Meet in Reykjavík þakkar stjórn og aðildarfélögum ánægjulegt og árangursríkt starfsár.

 

Svipmyndir frá fundinum má sjá hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Sýningar þátttaka MiR 2021

Eins og gefur að skilja ríkir ákveðin óvissa um sýningarhald í ár. Í fyrra tók Meet in Reykjavík þátt í tveim rafrænum sölusýningum Planet IMEX og IBTM Virtual World. IMEX Frankfurt sem átti að fara fram í maí á þessu ári hefur verið aflýst og ætla skipuleggjendur ekki að endurtaka leikinn frá í fyrra og…

  • 14 April, 2021
  • Category: IS

Alþjóðleg rafíþróttamót í Laugardalshöl

Í byrjun mars var tilkynnt að rafíþróttamótin League of Legends Mid-Season Invitational 2021 og Valorant Masters 2 færu fram í Reykjavík í maí. Ábati áfangastaðarins af verkefnunum er margþættur. Fyrst og fremst er um mikið landkynningargildi að ræða en áætlað er að yfir 100 milljónir manna muni fylgjast með útsendingum og horfa á kynningarefni sem framleitt verður hér á landi á meðan á mótunum stendur og í aðdraganda þeirra. Auk…

  • 13 April, 2021
  • Category: IS

Nýtt aðildarfyrirkomulag að Meet in Reykjavík

Í samningi Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu við Íslandsstofu um yfirtöku þess síðastnefnda á markaðsverkefninu Meet in Reykjavík var kveðið á um að verkefnisstjórn skildi móta tillögur og taka ákvörðun um nýtt aðildarfyrirkomulag að félaginu. Markmiðið með breytingunni er að auka aðgengi hagsmunaaðila að félaginu, aukið gagnsæi í starfsemi þess, aukin slagkraftur í markaðsaðgerðum og bætt þjónusta við viðskiptavini og samstarfsaðila. …

  • 13 April, 2021
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry