Mountaineers of Iceland

Aðild að Meet in Reykjavík

 

Með aðild að Ráðstefnuborginni Reykjavík (Meet in Reykjavík) stuðla fyrirtæki að áframhaldandi sókn á markaði fyrir fundi, hvataferðir, ráðstefnur og viðburði (MICE) hér á landi.

 

Vöxtur undanfarinna ára hefur leitt af sér stórstíga framfarir í aðstöðu og þjónustu fyrir þennan kröfuharða markhóp en MICE-ferðamönnum hefur fjölgað að jafnaði um 14,4% á milli ára frá opnun Hörpu og stofnun Meet in Reykjavík árið 2011. Áætlanir gera ráð fyrir að allt að 150.000 MICE ferðamenn komi til landsins í ár.

Ísland hefur einstaka vöru að bjóða en rannsóknir sýna að ný kynslóð MICE ferðamanna kýs fremur óhefðbundna áfangastaði og vill fá tækifæri til að upplifa eitthvað nýtt þegar ferðast er vegna vinnu. Samkeppnisforskot Íslands liggur ekki síður í jákvæðri ímynd og náttúrufegurð auk þess sem við bjóðum upp á innviði sem standast alþjóðlegan samanburð.

 

Það felast mikil tækifæri í frekari sókn á þennan verðmæta markhóp en tekjur af MICE ferðamönnum eru að jafnaði um tvöfalt til þrefalt hærri á hverja gistinótt borið saman við hinn almenna ferðamann.

Nýtt – Koparaðild

Frá og með 1. janúar 2020 verða fjögur aðildarþrep í boði hjá Meet in Reykjavík auk kjölfestu aðildar Reykjavíkurborgar og Icelandair Group: Gull, Silfur Brons og Kopar.

 

Koparaðild er útfærð fyrir fyrirtæki sem hafa hag af vexti MICE ferðaþjónustu hér á landi en stunda ekki milliliðalausa sölu eða markaðssetningu, né eru í aðstöðu til að sérhæfa sig í þjónustu við markhópinn.

 

Nánar um Koparaðild hér.

 

Þau fyrirtæki sem staðfesta aðildarsamning fyrir 31. ágúst 2019 stendur til boða að taka þátt í vinnustofu á vegum Meet in Reykjavík á Hilton Reykjavík Nordica þann 5. september n.k. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag vinnustofu hér.

 

Nánar um aðild