Frá fundinum 11. September 2018

AMBASSADOR DAGUR MEET IN REYKJAVÍK 2018 (MYNDIR)

  • 27 September, 2018
  • Category: IS

Rúmlega 200 manns mættu í Silfurberg Hörpu 11. september s.l. en þar fór fram árlegur Ambassador Dagur Meet in Reykjavík.  Á fundinum var lögð sérstök áhersla á að ræða þrískipta verðmætasköpun í tengslum við funda- og ráðstefnuhald. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, stýrði pallborðsumræðum þar sem Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, talaði um verðmæti þeirra fyrir fræða- og þekkingarsamfélagið. Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, svaraði spurningum um ávinning viðskiptalífsins og Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet Reykjavík, um ávinning ferðaþjónustunnar.

Framsögur fluttu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkur, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders (WPL). Auk þess sem Þorsteinn Örn Guðmundson, kynnti starfsemi Ambassador klúbbs Meet in Reykjavík og þá kostnaðarlausu ráðgjöf og þjónustu sem meðlimum hans stendur til boða.

Myndir frá deginum má sjá hér:

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

BID-bækur 2018

14 BID unnust árið 2018

Á árinu 2018 unnust 14 BID sem Meet in Reykjavík átti aðkomu að og er það met þar sem unnum BIDum fjölgaði um eitt frá árinu 2017. Eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi er BID umsókn eða yfirlýsing um vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningarlaust berjast…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
European Fom Awards 2018

EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNIN Á ÍSLANDI 2020

Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í desember árið 2020. Stofnað var til verðlaunanna árið 1988 en megintilgangur þeirra er að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Um viðamikið samstarfsverkefni er að ræða milli ríkis og borgar og hafa viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttust…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
Go to Iceland Logo (fylgir frétt um aðild)

Go to Iceland nýr aðildarfélagi Meet in Reykjavík

Í febrúar gekk fyrirtækið Go to Iceland (DMC) í hóp aðildarfélaga Meet in Reykjavík. Go to Iceland er ný ferðaskrifstofa sem er reyst á áratugareynslu eigenda hennar. Ferðaskrifstofan mun meðal annars bjóða upp á sérlausnir fyrir hvers kyns hvataferða- og fyrirtækjahópa. Meet in Reykjavík býður Go to Iceland velkomið í hóp aðildarfélaga.

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry