Frá fundinum 11. September 2018

AMBASSADOR DAGUR MEET IN REYKJAVÍK 2018 (MYNDIR)

  • 27 September, 2018
  • Category: IS

Rúmlega 200 manns mættu í Silfurberg Hörpu 11. september s.l. en þar fór fram árlegur Ambassador Dagur Meet in Reykjavík.  Á fundinum var lögð sérstök áhersla á að ræða þrískipta verðmætasköpun í tengslum við funda- og ráðstefnuhald. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, stýrði pallborðsumræðum þar sem Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, talaði um verðmæti þeirra fyrir fræða- og þekkingarsamfélagið. Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, svaraði spurningum um ávinning viðskiptalífsins og Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet Reykjavík, um ávinning ferðaþjónustunnar.

Framsögur fluttu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkur, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders (WPL). Auk þess sem Þorsteinn Örn Guðmundson, kynnti starfsemi Ambassador klúbbs Meet in Reykjavík og þá kostnaðarlausu ráðgjöf og þjónustu sem meðlimum hans stendur til boða.

Myndir frá deginum má sjá hér:

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Young business woman

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry