Frá fundinum 11. September 2018

AMBASSADOR DAGUR MEET IN REYKJAVÍK 2018 (MYNDIR)

  • 27 September, 2018
  • Category: IS

Rúmlega 200 manns mættu í Silfurberg Hörpu 11. september s.l. en þar fór fram árlegur Ambassador Dagur Meet in Reykjavík.  Á fundinum var lögð sérstök áhersla á að ræða þrískipta verðmætasköpun í tengslum við funda- og ráðstefnuhald. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, stýrði pallborðsumræðum þar sem Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, talaði um verðmæti þeirra fyrir fræða- og þekkingarsamfélagið. Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, svaraði spurningum um ávinning viðskiptalífsins og Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet Reykjavík, um ávinning ferðaþjónustunnar.

Framsögur fluttu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkur, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders (WPL). Auk þess sem Þorsteinn Örn Guðmundson, kynnti starfsemi Ambassador klúbbs Meet in Reykjavík og þá kostnaðarlausu ráðgjöf og þjónustu sem meðlimum hans stendur til boða.

Myndir frá deginum má sjá hér:

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Team Iceland IBTM World Barcelona 2018

Vinsældir Íslands á IBTM vekja athygli

Mikilvægi fagsýninga fyrir kaupendur af MICE ferðaþjónustu er nokkuð óumdeilt. Þó nokkrar kannanir hafa sýnt að meirihluti MICE kaupenda kýs að nýta sér fagsýningar til þess að afla upplýsinga um áfangastaði og komast í beint samband við einstaka þjónustu aðila. IBTM World Barcelona fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018 en hún er ein af þeim…

  • 23 January, 2019
  • Category: IS
gds index logo 2018

Reykjavík 89% sjálfbær ráðstefnuborg

Listi Global Destination Sustainability Index (GDS-Index) fyrir árið 2018 hefur verið opinberaður og samkvæmt honum uppfyllir Reykjavík nú 89% markmiða um sjálfbærni Ráðstefnuborga. Reykjavík er í þriðja sæti listans eins og undanfarin tvö ár þrátt fyrir að hafa bætt einkunn sína um ein sjö prósentustig á milli ára. Norrænar borgir eru áberandi á listanum í…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
Sigurjóna Sverrisdóttir

Verðmæt snerting við MICE-Kaupendur

Síðasta kaupstefna ársins, IBTM World Barcelona, fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018. Skömmu áður eða 16.–18. Október var IMEX America haldin í Las Vegas. Frá árinu 2012 hefur Ráðstefnuborgin Reykjavík leitt hóp íslenskra þjónustuaðila á umræddar kaupstefnur. Var þetta því í sjöunda skipti sem Reykjavík og Ísland er kynnt á sýningunni undir merkjum Meet in…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry