Young business woman

Viðskiptaferðamaður

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur

Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi að líta til þeirra verðmæta sem þeir skilja eftir sig. Það eru hins vegar skiptar skoðanir á því hvernig við mælum verðmæti gesta. Er það mælt í krónutölum? Út frá umhverfis- og samfélagsáhrifum? Út frá ferðahegðun eða dvalarlengd? Út frá öllu ofangreindu eða einhverju allt öðru?

Þessi umræða er ein birtingarmynd þess að okkur skortir stefnu um framtíð ferðaþjónustunnar. Það er auðvelt að vera sammála því að vöxtur greinar liggi ekki í því að fjölga hér gestum langt umfram það sem nú er heldur að hámarka virði þeirra. En hvernig ætlum við að gera það? Og hvaða ferðamenn eru þetta? Það eru spurningarnar sem okkur liggur á að svara.

Svokallaðir MICE-ferðamenn eru þeir sem koma til landsins til þess að taka þátt í fundum, hvataferðum, ráðstefnum, viðburðum eða sýningum. Samkvæmt þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópi hér á landi og fjölda erlendra rannsókna er þetta hópur sem eyðir hærri fjárhæðum á hverja gistinótt, ferðast af ábyrgð í viðkvæmri náttúru og kemur helst utan háannatíma.

MICE-ferðamenn eru ágætt dæmi um vel skilgreindan hóp ferðamanna sem er til þess fallinn að ýta undir frekari verðamætasköpun í greininni. Hér á landi höfum við byggt upp reynslu og þekkingu í að þjónusta þennan sértæka hóp erlendra gesta. Við höfum framúrskarandi innviði og vöru sem er eftirsótt vegna sérkenna íslenskrar menningar, náttúru og hugarfars. Við höfum líka tækifæri til þess að vaxa og getum nýtt þá innviði sem þegar hefur verið fjárfest í betur en nú er gert.

Markaðssetning áfangastaða er, rétt eins og mikið af náttúru landsins, almannagæði. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að ákveðnir aðilar njóti góðs af vel heppnaðri markaðssetningu þó þeir hafi ekki greitt fyrir hana. Eins er ekki hægt að koma í veg fyrir að fólk sem ferðast um landið njóti fegurðar íslenskrar náttúru þó það leggi lítið af mörkum til að varðveita hana. Þetta framkallar ákveðinn laumufarþegavanda (e. free-rider problem) sem reynist oft illleysanlegt án aðkomu hins opinbera. Ríkið hefur þarna ákveðnu hlutverki að gegna, rétt eins og það hefur hlutverki að gegna við verndun náttúrunnar. Ríkið hefur, oft myndarlega, komið að markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Nú er þörf á því að ríkið hvetji til aukinnar verðmætasköpunar í ferðaþjónustunni, til dæmis með því að styðja við virðisaukandi markaðsstarf. Aukin áhersla á markaðssetningu MICE-ferðaþjónustu væri einn liður í því.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Aðalfundur Meet in Reykjavík á Háuloftum í Hörpu 11. apríl 2019

Aðalfundur Meet in Reykjavík fór fram í Hörpu

Aðalfundur Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík) var haldinn á Háuloftum í Hörpu 11. apríl sl. Arna Schram, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og kynnti ársreikning félagsins sem var samþykktur einróma. Stjórn félagsins var endurkjörin án mótframboðs en hana skipa Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar (formaður stjórnar), Ársæll Harðarson fyrir hönd Icelandair Group (varaformaður),…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry