Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

  • 15 May, 2019
  • Category: IS

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti.

Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem um er að ræða stærri eða minni viðburði svo sem fundi, árshátíðir, ráðstefnur, brúðkaup, fermingar, afmæli eða erfidrykkjur. Notendur geta skoðað gólfplan af rástefnudeild hótelsins í þrívídd og valið þann sal sem hentar hverjum viðburði út frá þeim fjölda gesta sem er áætlaður. Einnig er hægt að velja úr glæsilegum veitingum og drykkjum sem mat- og framreiðslumenn Hótels Sögu hafa sett saman. Matur er í hávegum hafður í Bændahöllinni og leggjum við mikinn metnað í að bjóða upp á ferska og góða vöru beint frá býli.

Heillandi andrúmsloft, frábærar veitingar og einstök þjónusta skapar hinn fullkomna ramma fyrir þína eigin sögu! Starfsfólkið okkar hefur áralanga reynslu af skipulagningu viðburða og er reiðubúið að aðstoða þig við að gera þinn viðburð einstakan.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Íslandsstofa tekur við verkefnum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt samning milli Íslandsstofu, Reykjavíkurborgar, Icelandair Group hf. og Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. þess efnis að Íslandsstofa taki að sér rekstur markaðsverkefnisins Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík). Áður hafði samningurinn verið samþykktur á auka aðalfundi Meet in Reykjavík og af stjórn Íslandsstofu. Meet in Reykjavík var stofnað árið 2012 í þeim…

  • 22 September, 2020
  • Category: IS

CMW fjallar um Ísland og COVID-19 faraldurinn

Sigurður Valur Sigurðsson Markaðsstjóri Meet in Reykjavík var í viðtali í septemberútgáfu CMW (Conference & Meetings world). Í viðtalinu ræðir Sigurður meðal annar viðbrögð Íslands við COVID-19 faraldrinum og  áhrif hans á funda og ráðstefnuhald hér á landi. Viðtalið má lesa hér (bls 47)

  • 14 September, 2020
  • Category: IS

Samruni Meet in Reykjavík og Íslandsstofu samþykktur

Í gær fór fram auka aðalfundur Meet in Reykjavík fyrir árið 2020. Eitt mál var á dagskrá fundarins en það var samningur stjórnar MiR við Íslandsstofu um að Íslandsstofa taki að sér rekstur markaðsverkefnisins Meet in Reykjavík og reki það í samræmi við samninginn í stað formlegs félags líkt og verið hefur frá árinu 2012.…

  • 9 September, 2020
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry