Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

  • 15 May, 2019
  • Category: IS

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti.

Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem um er að ræða stærri eða minni viðburði svo sem fundi, árshátíðir, ráðstefnur, brúðkaup, fermingar, afmæli eða erfidrykkjur. Notendur geta skoðað gólfplan af rástefnudeild hótelsins í þrívídd og valið þann sal sem hentar hverjum viðburði út frá þeim fjölda gesta sem er áætlaður. Einnig er hægt að velja úr glæsilegum veitingum og drykkjum sem mat- og framreiðslumenn Hótels Sögu hafa sett saman. Matur er í hávegum hafður í Bændahöllinni og leggjum við mikinn metnað í að bjóða upp á ferska og góða vöru beint frá býli.

Heillandi andrúmsloft, frábærar veitingar og einstök þjónusta skapar hinn fullkomna ramma fyrir þína eigin sögu! Starfsfólkið okkar hefur áralanga reynslu af skipulagningu viðburða og er reiðubúið að aðstoða þig við að gera þinn viðburð einstakan.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Sigurjóna Sverrisdóttir í ítarlegu viðtali við Meetings International

Sigurjóna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík, fer um víðan völl í ítarlegu viðtali við tímaritið Meetings International. Þar fer hún yfir helstu áskoranir Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur og fjallar um áætlanir áfangastaðarins um að verða leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri viðskiptaferðaþjónustu. Sigurjóna ræddi sérstaklega þá þróun sem hefur átt sér stað frá stofnun Meet in Reykjavík og…

  • 21 October, 2019
  • Category: IS

Þrír „Ambassadorar“ heiðraðir (myndband)

Þann 5. september 2019 stóðu Ráðstefnuborgin Reykjavík og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir fundi um vöxt, tækifæri og leitni (e. trend) í ráðstefnu-, viðburða- og hvataferðaþjónustu á Íslandi undir yfirskriftinni Áfram MICE-Land. Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum voru þrír samstarfsaðilar (Ambassadorar) Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur heiðraðir fyrir að hafa…

  • 30 September, 2019
  • Category: IS

Dr. Rob Davidson segir árangur Reykjavíkur enga tilviljun (myndband)

Dr. Rob Davidson flutti aðalerindið á fundinum Áfram MICE-Land sem haldinn var í samstarfi Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur og SAF nýverið. Dr. Davidson hefur undanfarin 20 ár stundað rannsóknir og kennslu, samhliða ráðgjafastörfum, bókar- og greinaskrifum á þróun og leitni í viðskiptaferðaþjónustu. Í erindi sínu fjallaði Dr. Davidson um víðtæk efnahagsleg og félagsleg áhrif MICE-ferðaþjónustu og tók…

  • 30 September, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry