Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

  • 15 May, 2019
  • Category: IS

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti.

Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem um er að ræða stærri eða minni viðburði svo sem fundi, árshátíðir, ráðstefnur, brúðkaup, fermingar, afmæli eða erfidrykkjur. Notendur geta skoðað gólfplan af rástefnudeild hótelsins í þrívídd og valið þann sal sem hentar hverjum viðburði út frá þeim fjölda gesta sem er áætlaður. Einnig er hægt að velja úr glæsilegum veitingum og drykkjum sem mat- og framreiðslumenn Hótels Sögu hafa sett saman. Matur er í hávegum hafður í Bændahöllinni og leggjum við mikinn metnað í að bjóða upp á ferska og góða vöru beint frá býli.

Heillandi andrúmsloft, frábærar veitingar og einstök þjónusta skapar hinn fullkomna ramma fyrir þína eigin sögu! Starfsfólkið okkar hefur áralanga reynslu af skipulagningu viðburða og er reiðubúið að aðstoða þig við að gera þinn viðburð einstakan.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Sigurjóna ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur

Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Sigurjóna hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess árið 2012. Hún tekur við starfinu af Þorsteini Erni Guðmundssyni sem leitt hefur verkefnið frá upphafi. Sigurjóna er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og BA í leiklist frá Leiklistarskóla Íslands. Ráðstefnuborgin Reykjavík er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair…

  • 15 August, 2019
  • Category: IS
Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Young business woman

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry