Dr. Rob Davidson

Dr. Rob Davidson segir árangur Reykjavíkur enga tilviljun (myndband)

  • 30 September, 2019
  • Category: IS

Dr. Rob Davidson flutti aðalerindið á fundinum Áfram MICE-Land sem haldinn var í samstarfi Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur og SAF nýverið. Dr. Davidson hefur undanfarin 20 ár stundað rannsóknir og kennslu, samhliða ráðgjafastörfum, bókar- og greinaskrifum á þróun og leitni í viðskiptaferðaþjónustu. Í erindi sínu fjallaði Dr. Davidson um víðtæk efnahagsleg og félagsleg áhrif MICE-ferðaþjónustu og tók sérstaklega til fyrir jákvæð áhrif á akademískar rannsóknir og nýsköpun.

Dr. Davidson fjallaði einnig um yfirvofandi kynslóðaskipti atvinnulífsins og að 2025 verði nálægt því 75% af vinnuafli heimsins af Y-kynslóðinni; fólki fætt á árunum 1977-1995. Í þeim breytingum sem fylgja þessari kynslóð á MICE-ferðaþjónustu felist mikil tækifæri fyrir Ísland. Þessi hópur viðskiptaferðamanna sé mun líklegri til þess að kjósa óhefðbundna áfangastaði eins og Ísland, gera ríkari kröfu um tæknilausnir, umhverfis- og félagslegrar sjálfbærni t.d. hjá ráðstefnuhúsum, í gistingu og afþreyingu. Þeir vilja upplifun ólíka og framandi því sem þeir eru vanir heiman frá sér og eru tilbúnir til þess að greiða hærra verð og dvelja lengur á áfangastöðum sem mæta þessum kröfum. Dr. Davidson sagði Ísland búa við öll þau gæði sem þessi stækkandi hópur sækist eftir en varaði þó við að samkeppnin fari harðnandi. Árangur Íslands undanfarin ár byggðist á öflugri innviðauppbyggingu, skilvirku markaðstarfi og jákvæðri ímynd. Við mættum þó hvergi slaka á og það væri auðvelt að taka slíkum árangri sem gefnum hlut.

Í meðfylgjandi myndbandi má finna stutt viðtal sem tekið var við Dr. Davidson í lok fundarins.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Þrír „Ambassadorar“ heiðraðir (myndband)

Þann 5. september 2019 stóðu Ráðstefnuborgin Reykjavík og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir fundi um vöxt, tækifæri og leitni (e. trend) í ráðstefnu-, viðburða- og hvataferðaþjónustu á Íslandi undir yfirskriftinni Áfram MICE-Land. Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum voru þrír samstarfsaðilar (Ambassadorar) Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur heiðraðir fyrir að hafa…

  • 30 September, 2019
  • Category: IS

Áfram MICE-Land myndir

Ljósmyndari á vegum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur fangaði stemmninguna á fundinum Áfram MICE-Land og á vinnustofu sem haldin var fyrir aðildarfélaga MiR fyrir fundinn á Hilton. Hægt er að nálgast nokkrar svipmyndir hér.

  • 30 September, 2019
  • Category: IS

Enginn friður í Las Vegas

Venju samkvæmt var mikið um dýrðir í Las Vegas þar sem kaupstefnan IMEX America fór fram nýverið. Ráðstefnuborgin Reykjavík fór fyrir hópi 11 aðildarfélaga á sýningunni og eins og undanfarin ár deildum við sýningarbás með Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hópurinn fundaði með 165 núverandi og hugsanlegum viðskiptavinum í þá þrjá daga sem sýningin stóð yfir.

  • 30 September, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry