Harpa Björtuloft

Fimm ástæður fyrir mikilvægi MICE-ferðaþjónustu

 • 7 December, 2017
 • Category: IS

MICE-ferðamenn eru þeir ferðamenn sem koma til landsins til þess að taka þátt í ráðstefnum, fundum, hvataferðum eða viðburðum. MICE-ferðamenn eru vaxandi hópur bæði hér á landi og á heimsvísu. Reynsla okkar af því að taka á móti og þjónusta þennan hóp gefur okkur fullt tilefni til að ætla að hann gæti haft töluvert vægi í því að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu.

World tourism Organization (UNWTO) hefur ítrekað fjallað um og bent á hagvaxtaráhrif MICE-ferðamennsku og jafnfram sýnt fram- á hvernig hún meðal annars hvetur til tækniþróunar, eflir viðskiptatengsl, eykur arðsemi og stuðlar að uppbyggingu innviða á áfangastöðum.

Fimm ástæður umfram aðrar sem ættu að hvetja stefnumótandi aðila á Íslandi til þess að huga meira að MICE-ferðaþjónustu en nú er gert.

 1. Arðsemi: Tekjur af hverjum ráðstefnugesti eru að jafnaði um tvöfalt hærri á hverja gistinótt en af hefðbundnum ferðamanni. Tekjur af hverjum hvataferðamanni eru nær því að vera þrefalt hærri á hverja gistinótt.
 2. Nýting innviða: Á íslandi liggur töluverð fjárfesting í innviðum, s.s. hótelum, fundar- og ráðstefnurými sem væri hægt að nýta betur en nú er gert. Þetta á sérstaklega við úti á landsbyggðinni og eykst eftir því sem fjær dregur Reykjavík.
 3. Jafnari dreifing milli árstíða: 80% MICE-gesta koma til landsins utan skilgreinds háannatíma.
 4. Betra jafnvægi við auðlindina: Eins og gefur að skilja verja MICE-ferðamenn stærstum hluta af sinni heimsókn í þéttbýli. Mikill meirihluti MICE-gesta hér á landi nýtur þó náttúrunnar með einhverjum hætti en gerir það nánast undantekningalaust í fylgd fagaðila.
 5. Jákvæð afleidd áhrif: Afleiddar tekjur af ferðaþjónustu eru að verða nokkuð þekkt stærð. Afleidd áhrif MICE-ferðamennsku liggja þó ekki síður í þekkingu og tengslum sem fundir, ráðstefnur og aðrir fagviðburðir skilja eftir á áfangastaðnum. Ráðstefnu- og viðburðahald gefur fræði- og athafnafólki tækifæri til þess að kynna rannsóknir og þróunarverkefni og fyrirtækjum tækifæri til þess að kynna afurðir og þjónustu. Á nýlegri ráðstefnu sem haldin var á vegum „Meet in Reykjavík“ fjallaði Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands meðal annars um mikilvægi ráðstefnuhalds og hvernig akademískar ráðstefnur séu til þess fallnar að styrkja orðspor háskóla, vekja athygli bæði erlendra nemenda og starfsfólks og hafi vægi í uppröðun háskóla á alþjóðlegum samanburðarlistum.

MICE-gestum hefur fjölgað á Íslandi að jafnaði um 15,1% frá árinu 2012 en meðaltalsvöxtur á heimsvísu er 4,2% á sama tímabili. MICE-gestir voru 6% af heildarfjölda ferðamanna árið 2016 en hlutfallið hefur farið minnkandi í örum vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár. Ef til dæmis hlutfall MICE-ferðamanna af heild væri 10% m.v. 2,5 milljónir ferðamanna eins og spár ISAVIA fyrir árið 2018 gefa til kynna myndi það þýða yfir 12 milljarða í auknum gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu ef aðrar breytur væru óbreyttar.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Team Iceland IBTM World Barcelona 2018

Vinsældir Íslands á IBTM vekja athygli

Mikilvægi fagsýninga fyrir kaupendur af MICE ferðaþjónustu er nokkuð óumdeilt. Þó nokkrar kannanir hafa sýnt að meirihluti MICE kaupenda kýs að nýta sér fagsýningar til þess að afla upplýsinga um áfangastaði og komast í beint samband við einstaka þjónustu aðila. IBTM World Barcelona fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018 en hún er ein af þeim…

 • 23 January, 2019
 • Category: IS
gds index logo 2018

Reykjavík 89% sjálfbær ráðstefnuborg

Listi Global Destination Sustainability Index (GDS-Index) fyrir árið 2018 hefur verið opinberaður og samkvæmt honum uppfyllir Reykjavík nú 89% markmiða um sjálfbærni Ráðstefnuborga. Reykjavík er í þriðja sæti listans eins og undanfarin tvö ár þrátt fyrir að hafa bætt einkunn sína um ein sjö prósentustig á milli ára. Norrænar borgir eru áberandi á listanum í…

 • 13 December, 2018
 • Category: IS
Sigurjóna Sverrisdóttir

Verðmæt snerting við MICE-Kaupendur

Síðasta kaupstefna ársins, IBTM World Barcelona, fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018. Skömmu áður eða 16.–18. Október var IMEX America haldin í Las Vegas. Frá árinu 2012 hefur Ráðstefnuborgin Reykjavík leitt hóp íslenskra þjónustuaðila á umræddar kaupstefnur. Var þetta því í sjöunda skipti sem Reykjavík og Ísland er kynnt á sýningunni undir merkjum Meet in…

 • 13 December, 2018
 • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry