MiR fundur um samfélagsmiðla 2019

Frá fundinum á Marina

Fundur um notkun samfélagsmiðla í MICE-ferðaþjónustu

  • 5 March, 2019
  • Category: IS

Í febrúar bauð Meet in Reykjavík aðildarfélögum upp á vinnustofu um notkun samfélagsmiðla í MICE-ferðaþjónustu. Um það bil 30 manns mættu á fundinn sem haldinn var á Icelandair Hotel Reykjavik Marina . Á fundinum fór Sigurður Valur Sigurðsson, markaðsstjóri Meet in Reykjavík, yfir helstu áskoranir um notkun samfélagsmiðla fyrir svo sértækan markhóp, sem kaupendur MICE-þjónustu sannarlega eru, og fjallaði svo stuttlega um niðurstöður könnunar sem gerð var á samfélagsmiðlanotkun hópsins. Þá fjölluðu Ásthildur Gunnarsdóttir og Andreas Örn Aðalsteinsson frá stafrænu auglýsingastofunni Sahara um árangursríka notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu og veltu upp nokkrum hugmyndum um hvernig aðildarfélagar gætu nýtt þá enn betur til að markaðsetja vörur sínar til MICE-kaupenda.

Fundur um samfélagsmiðla í febrúar 2019
Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Young business woman

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry