Icelandair 2019

Gullaðild

 
Árgjald: 5.000.000 kr.
 1. Tíu atkvæði á félagsfundum.
 2. Forgangsþátttaka í þremur helstu erlendu sýningunum (IMEX Frankfurt, IMEX America, IBTM World).
  • Ein frí sýning á ári og fyrir aðrar sýningar er eingöngu greitt 25% af grunnþátttökugjaldi.
 3. Forgangsþátttaka í söluheimsóknir (sales calls) samkvæmt gjaldskrá.
 4. Fær alltaf sendar tilboðsbeiðnir (RFP – Request for proposal) eða upplýsingar um RFP þegar það samrýmist beiðni erlends skipuleggjenda.
 5. Forgangsþátttaka í kynningum, FAM-ferðum og söluheimsóknum (site inspection) sem fara fram á Íslandi fyrir erlenda kaupendur, blaðamenn og/eða fagaðila.
 6. Hýsing innlendra viðburða MiR til skiptis við aðra kjölfestu-, gull- og silfuraðildarfélaga.
 7. Vörumerki gull aðildarfélaga er áberandi í öllu markaðsefni MiR..
 8. Vefur:
  • Kjölfestu og gull aðildarfélagar eru listaðir efst á öllum upplýsingasíðum um áfangastaðinn og þá þjónustu sem er í boði.
  • Fyrirtæki í gull og silfur aðild fá grunn upplýsingar (Info Card) skráðar á yfirsíður.
  • Geta sett upp eins margar undirsíður og þeir kjósa.
  • Hafa þann möguleika að lista fyrirtækið í eins mörgum þjónustuflokkum og starfsemi þess nær til.
  • Engin fjöldatakmörk á myndum eða myndböndum sem birtast á undirsíðum fyrirtækisins.
  • Geta sett myndagallerí í forsíðuborða á undirsíðum.
  • Engin takmörk á lengd texta eða upplýsingamagni sem hýst er á undirsíðum MiR.
  • Hægt að setja tengla á samfélagsmiðla á undirsíður.
  • Engin takmörk á fjölda upplýsinga „flipa“ á undirsíðum þar sem t.d. er hægt að setja kort með staðsetningu fyrirtækis, umsagnir um þjónustu þess, upplýsingar um tækjakost, teikningar af gólfplássi (floor plan), ítarlegar upplýsingar um veislusali og ráðstefnurými (capacity chart), PDF skjöl o.s.frv.
  • Fyrirtæki geta fengið birtar fréttir á vef MiR og fréttabréfi sé þess óskað.
 9. Gull aðildarfélagar fá aukinn sýnileika í þjónustuhandbók fyrir hverja þjónustu sem það býður í (Service Catalogue).
 10. Aðstoð við „Bid Book“ og tilboðsgerðir í stærri verkefni.
 11. MiR kemur á framfæri fréttatilkynningum á fagmiðla og MICE fréttaveitur sé þess óskað.
 12. Aðgangur að lista með netföngum MICE kaupenda og skipuleggjenda sem MiR safnar m.a. á fagsýningum, söluheimsóknum og í gegnum vef félagsins.