Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við verðlaununum í Silfurbergi Hörpu

Hanna Birna Kristjánsdóttir heiðruð fyrir ráðstefnur kvenleiðtoga

  • 19 September, 2018
  • Category: IS

Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders (WPL), var á útnefnd heiðurs Ambassador Meet in Reykjavík á árlegum Ambassador degi félagsins sem haldin var í Silfurbergi Hörpu 11. September s.l.

Hanna Birna var heiðruð fyrir hennar þátt í að fá heimsþing WPL til Íslands í nóvember á síðasta ári en um 450 þingkonur og þjóðarleiðtogar frá yfir 100 löndum mættu til þingsins. Í framhaldi af þingi WPL hér á landi var ákveðið stofna til árlegrar ráðstefnu á vegum samtakanna undir yfirskriftinni Women Leaders Global Forum og mun hún fara fram í Hörpu árin 2018-2021.

Verðlaunin voru afhent á uppskeruhátíð Ambassador-klúbbs Meet in Reykjavík. Hlutverk klúbbsins er að veita þeim sem vilja sækja alþjóðlegar ráðstefnur og viðburði til landsins stuðning, aðstoð og ráðgjöf. Meðlimir klúbbsins eru hátt í 300 talsins og eiga það sameiginlegt að hafa tengsl við ýmis alþjóðleg félagasamtök eða stofnanir.

Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík), segir það fyrst og fremst hafa verið frumkvæði og áræðni Hönnu Birnu sem réð því að ráðstefnurnar komu til landsins. „Verkefni eins og heimsþing WPL og Women Leaders Global Forum eru afskaplega verðmæt; ekki bara vegna þeirra tekna sem slíkir viðburðir skila heldur ekki síður vegna þeirrar jákvæðu athygli sem áfangastaðurinn hefur fengið og á eftir að fá vegna hans“.

 

Nánari upplýsingar:

Women Leaders Global Forum 2018-2021 er haldið í samstarfi WPL, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis. Yfirskrift ráðstefnanna fjögurra verður WE CAN DO IT sem vísar til þess hvernig hægt er að ná fram breytingum og stuðla að betri heimi með því að tryggja aðkomu bæði kvenna og karla að ákvarðanatöku, stefnumótun og forystu.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Team Iceland IBTM World Barcelona 2018

Vinsældir Íslands á IBTM vekja athygli

Mikilvægi fagsýninga fyrir kaupendur af MICE ferðaþjónustu er nokkuð óumdeilt. Þó nokkrar kannanir hafa sýnt að meirihluti MICE kaupenda kýs að nýta sér fagsýningar til þess að afla upplýsinga um áfangastaði og komast í beint samband við einstaka þjónustu aðila. IBTM World Barcelona fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018 en hún er ein af þeim…

  • 23 January, 2019
  • Category: IS
gds index logo 2018

Reykjavík 89% sjálfbær ráðstefnuborg

Listi Global Destination Sustainability Index (GDS-Index) fyrir árið 2018 hefur verið opinberaður og samkvæmt honum uppfyllir Reykjavík nú 89% markmiða um sjálfbærni Ráðstefnuborga. Reykjavík er í þriðja sæti listans eins og undanfarin tvö ár þrátt fyrir að hafa bætt einkunn sína um ein sjö prósentustig á milli ára. Norrænar borgir eru áberandi á listanum í…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
Sigurjóna Sverrisdóttir

Verðmæt snerting við MICE-Kaupendur

Síðasta kaupstefna ársins, IBTM World Barcelona, fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018. Skömmu áður eða 16.–18. Október var IMEX America haldin í Las Vegas. Frá árinu 2012 hefur Ráðstefnuborgin Reykjavík leitt hóp íslenskra þjónustuaðila á umræddar kaupstefnur. Var þetta því í sjöunda skipti sem Reykjavík og Ísland er kynnt á sýningunni undir merkjum Meet in…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry