Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við verðlaununum í Silfurbergi Hörpu

Hanna Birna Kristjánsdóttir heiðruð fyrir ráðstefnur kvenleiðtoga

  • 19 September, 2018
  • Category: IS

Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders (WPL), var á útnefnd heiðurs Ambassador Meet in Reykjavík á árlegum Ambassador degi félagsins sem haldin var í Silfurbergi Hörpu 11. September s.l.

Hanna Birna var heiðruð fyrir hennar þátt í að fá heimsþing WPL til Íslands í nóvember á síðasta ári en um 450 þingkonur og þjóðarleiðtogar frá yfir 100 löndum mættu til þingsins. Í framhaldi af þingi WPL hér á landi var ákveðið stofna til árlegrar ráðstefnu á vegum samtakanna undir yfirskriftinni Women Leaders Global Forum og mun hún fara fram í Hörpu árin 2018-2021.

Verðlaunin voru afhent á uppskeruhátíð Ambassador-klúbbs Meet in Reykjavík. Hlutverk klúbbsins er að veita þeim sem vilja sækja alþjóðlegar ráðstefnur og viðburði til landsins stuðning, aðstoð og ráðgjöf. Meðlimir klúbbsins eru hátt í 300 talsins og eiga það sameiginlegt að hafa tengsl við ýmis alþjóðleg félagasamtök eða stofnanir.

Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík), segir það fyrst og fremst hafa verið frumkvæði og áræðni Hönnu Birnu sem réð því að ráðstefnurnar komu til landsins. „Verkefni eins og heimsþing WPL og Women Leaders Global Forum eru afskaplega verðmæt; ekki bara vegna þeirra tekna sem slíkir viðburðir skila heldur ekki síður vegna þeirrar jákvæðu athygli sem áfangastaðurinn hefur fengið og á eftir að fá vegna hans“.

 

Nánari upplýsingar:

Women Leaders Global Forum 2018-2021 er haldið í samstarfi WPL, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis. Yfirskrift ráðstefnanna fjögurra verður WE CAN DO IT sem vísar til þess hvernig hægt er að ná fram breytingum og stuðla að betri heimi með því að tryggja aðkomu bæði kvenna og karla að ákvarðanatöku, stefnumótun og forystu.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

BID-bækur 2018

14 BID unnust árið 2018

Á árinu 2018 unnust 14 BID sem Meet in Reykjavík átti aðkomu að og er það met þar sem unnum BIDum fjölgaði um eitt frá árinu 2017. Eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi er BID umsókn eða yfirlýsing um vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningarlaust berjast…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
European Fom Awards 2018

EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNIN Á ÍSLANDI 2020

Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í desember árið 2020. Stofnað var til verðlaunanna árið 1988 en megintilgangur þeirra er að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Um viðamikið samstarfsverkefni er að ræða milli ríkis og borgar og hafa viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttust…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
Go to Iceland Logo (fylgir frétt um aðild)

Go to Iceland nýr aðildarfélagi Meet in Reykjavík

Í febrúar gekk fyrirtækið Go to Iceland (DMC) í hóp aðildarfélaga Meet in Reykjavík. Go to Iceland er ný ferðaskrifstofa sem er reyst á áratugareynslu eigenda hennar. Ferðaskrifstofan mun meðal annars bjóða upp á sérlausnir fyrir hvers kyns hvataferða- og fyrirtækjahópa. Meet in Reykjavík býður Go to Iceland velkomið í hóp aðildarfélaga.

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry