Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við verðlaununum í Silfurbergi Hörpu

Hanna Birna Kristjánsdóttir heiðruð fyrir ráðstefnur kvenleiðtoga

  • 19 September, 2018
  • Category: IS

Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders (WPL), var á útnefnd heiðurs Ambassador Meet in Reykjavík á árlegum Ambassador degi félagsins sem haldin var í Silfurbergi Hörpu 11. September s.l.

Hanna Birna var heiðruð fyrir hennar þátt í að fá heimsþing WPL til Íslands í nóvember á síðasta ári en um 450 þingkonur og þjóðarleiðtogar frá yfir 100 löndum mættu til þingsins. Í framhaldi af þingi WPL hér á landi var ákveðið stofna til árlegrar ráðstefnu á vegum samtakanna undir yfirskriftinni Women Leaders Global Forum og mun hún fara fram í Hörpu árin 2018-2021.

Verðlaunin voru afhent á uppskeruhátíð Ambassador-klúbbs Meet in Reykjavík. Hlutverk klúbbsins er að veita þeim sem vilja sækja alþjóðlegar ráðstefnur og viðburði til landsins stuðning, aðstoð og ráðgjöf. Meðlimir klúbbsins eru hátt í 300 talsins og eiga það sameiginlegt að hafa tengsl við ýmis alþjóðleg félagasamtök eða stofnanir.

Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík), segir það fyrst og fremst hafa verið frumkvæði og áræðni Hönnu Birnu sem réð því að ráðstefnurnar komu til landsins. „Verkefni eins og heimsþing WPL og Women Leaders Global Forum eru afskaplega verðmæt; ekki bara vegna þeirra tekna sem slíkir viðburðir skila heldur ekki síður vegna þeirrar jákvæðu athygli sem áfangastaðurinn hefur fengið og á eftir að fá vegna hans“.

 

Nánari upplýsingar:

Women Leaders Global Forum 2018-2021 er haldið í samstarfi WPL, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis. Yfirskrift ráðstefnanna fjögurra verður WE CAN DO IT sem vísar til þess hvernig hægt er að ná fram breytingum og stuðla að betri heimi með því að tryggja aðkomu bæði kvenna og karla að ákvarðanatöku, stefnumótun og forystu.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Young business woman

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry