Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands ganga til formlegs samstarfs við Ráðstefnuborgina Reykjavík

Frá vinstri: Hildur Björg Bæringsdóttir deildarstjóri ráðstefnuverkefna hjá Meet in Reykjavík, Sæmundur Sveinsson Rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Erla Björk Örnólfsdóttir Rektor Háskólans á Hólum, Vilhjálmur Egilsson Rektor Háskólans á Bifröst og Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík.

Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands ganga til formlegs samstarfs við Ráðstefnuborgina Reykjavík

  • 19 September, 2018
  • Category: IS

Þriðjudaginn 11. september, var undirritað samstarfssamkomulag milli Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík), Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Háskólarnir ganga þar með inn í sambærilegt samstarfssamkomulag sem undirritað var 9. apríl sl. af Ráðstefnuborginni Reykjavík og Háskóla Íslands (HÍ), Háskólanum í Reykjavík (HR) og Listaháskóla Íslands (LHÍ).

Markmiðið með samkomulaginu er að fjölga alþjóðlegum akademískum fundum og ráðstefnum á vegum háskólanna hér á landi. Ráðstefnuborgin Reykjavík mun aðstoða starfsfólk háskólanna og samstarfsaðila þeirra við undirbúning, upplýsingaöflun og tilboðsgerð fyrir alþjóðlega fundi og ráðstefnur sem tengjast háskólunum með einhverjum hætti. Þá mun Meet in Reykjavík veita upplýsingar og halda kynningar um funda- og ráðstefnuaðstöðu háskólanna fyrir alþjóðleg samtök og skipuleggjendur funda og ráðstefna.

Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík, segir það mikið fagnaðarefni að þessir háskólar séu nú komnir í formlegt samstarf við Ráðstefnuborgina Reykjavík. „Það liggja mikil tækifæri fyrir háskólana til að efla akademískt ráðstefnuhald hér á landi. Það skiptir einnig máli fyrir stöðu háskóla á alþjóðlegum samanburðarlistum og gefur starfsfólki háskólanna og samstarfsaðilum tækifæri til að kynna rannsóknir og þróunarverkefni fyrir erlendum fræðimönnum.

Þorsteinn bætir við að það séu ekki einungis háskólarnir sem njóti góðs af fjölgun ráðstefna hér á landi því um sé að ræða mjög verðmætan hóp gesta og að aukið funda- og ráðstefnuhald hér á landi geti haft mikið vægi í frekari verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Team Iceland IBTM World Barcelona 2018

Vinsældir Íslands á IBTM vekja athygli

Mikilvægi fagsýninga fyrir kaupendur af MICE ferðaþjónustu er nokkuð óumdeilt. Þó nokkrar kannanir hafa sýnt að meirihluti MICE kaupenda kýs að nýta sér fagsýningar til þess að afla upplýsinga um áfangastaði og komast í beint samband við einstaka þjónustu aðila. IBTM World Barcelona fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018 en hún er ein af þeim…

  • 23 January, 2019
  • Category: IS
gds index logo 2018

Reykjavík 89% sjálfbær ráðstefnuborg

Listi Global Destination Sustainability Index (GDS-Index) fyrir árið 2018 hefur verið opinberaður og samkvæmt honum uppfyllir Reykjavík nú 89% markmiða um sjálfbærni Ráðstefnuborga. Reykjavík er í þriðja sæti listans eins og undanfarin tvö ár þrátt fyrir að hafa bætt einkunn sína um ein sjö prósentustig á milli ára. Norrænar borgir eru áberandi á listanum í…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
Sigurjóna Sverrisdóttir

Verðmæt snerting við MICE-Kaupendur

Síðasta kaupstefna ársins, IBTM World Barcelona, fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018. Skömmu áður eða 16.–18. Október var IMEX America haldin í Las Vegas. Frá árinu 2012 hefur Ráðstefnuborgin Reykjavík leitt hóp íslenskra þjónustuaðila á umræddar kaupstefnur. Var þetta því í sjöunda skipti sem Reykjavík og Ísland er kynnt á sýningunni undir merkjum Meet in…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry