Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands ganga til formlegs samstarfs við Ráðstefnuborgina Reykjavík

Frá vinstri: Hildur Björg Bæringsdóttir deildarstjóri ráðstefnuverkefna hjá Meet in Reykjavík, Sæmundur Sveinsson Rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Erla Björk Örnólfsdóttir Rektor Háskólans á Hólum, Vilhjálmur Egilsson Rektor Háskólans á Bifröst og Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík.

Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands ganga til formlegs samstarfs við Ráðstefnuborgina Reykjavík

  • 19 September, 2018
  • Category: IS

Þriðjudaginn 11. september, var undirritað samstarfssamkomulag milli Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík), Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Háskólarnir ganga þar með inn í sambærilegt samstarfssamkomulag sem undirritað var 9. apríl sl. af Ráðstefnuborginni Reykjavík og Háskóla Íslands (HÍ), Háskólanum í Reykjavík (HR) og Listaháskóla Íslands (LHÍ).

Markmiðið með samkomulaginu er að fjölga alþjóðlegum akademískum fundum og ráðstefnum á vegum háskólanna hér á landi. Ráðstefnuborgin Reykjavík mun aðstoða starfsfólk háskólanna og samstarfsaðila þeirra við undirbúning, upplýsingaöflun og tilboðsgerð fyrir alþjóðlega fundi og ráðstefnur sem tengjast háskólunum með einhverjum hætti. Þá mun Meet in Reykjavík veita upplýsingar og halda kynningar um funda- og ráðstefnuaðstöðu háskólanna fyrir alþjóðleg samtök og skipuleggjendur funda og ráðstefna.

Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík, segir það mikið fagnaðarefni að þessir háskólar séu nú komnir í formlegt samstarf við Ráðstefnuborgina Reykjavík. „Það liggja mikil tækifæri fyrir háskólana til að efla akademískt ráðstefnuhald hér á landi. Það skiptir einnig máli fyrir stöðu háskóla á alþjóðlegum samanburðarlistum og gefur starfsfólki háskólanna og samstarfsaðilum tækifæri til að kynna rannsóknir og þróunarverkefni fyrir erlendum fræðimönnum.

Þorsteinn bætir við að það séu ekki einungis háskólarnir sem njóti góðs af fjölgun ráðstefna hér á landi því um sé að ræða mjög verðmætan hóp gesta og að aukið funda- og ráðstefnuhald hér á landi geti haft mikið vægi í frekari verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

BID-bækur 2018

14 BID unnust árið 2018

Á árinu 2018 unnust 14 BID sem Meet in Reykjavík átti aðkomu að og er það met þar sem unnum BIDum fjölgaði um eitt frá árinu 2017. Eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi er BID umsókn eða yfirlýsing um vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningarlaust berjast…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
European Fom Awards 2018

EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNIN Á ÍSLANDI 2020

Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í desember árið 2020. Stofnað var til verðlaunanna árið 1988 en megintilgangur þeirra er að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Um viðamikið samstarfsverkefni er að ræða milli ríkis og borgar og hafa viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttust…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
Go to Iceland Logo (fylgir frétt um aðild)

Go to Iceland nýr aðildarfélagi Meet in Reykjavík

Í febrúar gekk fyrirtækið Go to Iceland (DMC) í hóp aðildarfélaga Meet in Reykjavík. Go to Iceland er ný ferðaskrifstofa sem er reyst á áratugareynslu eigenda hennar. Ferðaskrifstofan mun meðal annars bjóða upp á sérlausnir fyrir hvers kyns hvataferða- og fyrirtækjahópa. Meet in Reykjavík býður Go to Iceland velkomið í hóp aðildarfélaga.

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry