Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands ganga til formlegs samstarfs við Ráðstefnuborgina Reykjavík

Frá vinstri: Hildur Björg Bæringsdóttir deildarstjóri ráðstefnuverkefna hjá Meet in Reykjavík, Sæmundur Sveinsson Rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Erla Björk Örnólfsdóttir Rektor Háskólans á Hólum, Vilhjálmur Egilsson Rektor Háskólans á Bifröst og Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík.

Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands ganga til formlegs samstarfs við Ráðstefnuborgina Reykjavík

  • 19 September, 2018
  • Category: IS

Þriðjudaginn 11. september, var undirritað samstarfssamkomulag milli Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík), Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Háskólarnir ganga þar með inn í sambærilegt samstarfssamkomulag sem undirritað var 9. apríl sl. af Ráðstefnuborginni Reykjavík og Háskóla Íslands (HÍ), Háskólanum í Reykjavík (HR) og Listaháskóla Íslands (LHÍ).

Markmiðið með samkomulaginu er að fjölga alþjóðlegum akademískum fundum og ráðstefnum á vegum háskólanna hér á landi. Ráðstefnuborgin Reykjavík mun aðstoða starfsfólk háskólanna og samstarfsaðila þeirra við undirbúning, upplýsingaöflun og tilboðsgerð fyrir alþjóðlega fundi og ráðstefnur sem tengjast háskólunum með einhverjum hætti. Þá mun Meet in Reykjavík veita upplýsingar og halda kynningar um funda- og ráðstefnuaðstöðu háskólanna fyrir alþjóðleg samtök og skipuleggjendur funda og ráðstefna.

Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík, segir það mikið fagnaðarefni að þessir háskólar séu nú komnir í formlegt samstarf við Ráðstefnuborgina Reykjavík. „Það liggja mikil tækifæri fyrir háskólana til að efla akademískt ráðstefnuhald hér á landi. Það skiptir einnig máli fyrir stöðu háskóla á alþjóðlegum samanburðarlistum og gefur starfsfólki háskólanna og samstarfsaðilum tækifæri til að kynna rannsóknir og þróunarverkefni fyrir erlendum fræðimönnum.

Þorsteinn bætir við að það séu ekki einungis háskólarnir sem njóti góðs af fjölgun ráðstefna hér á landi því um sé að ræða mjög verðmætan hóp gesta og að aukið funda- og ráðstefnuhald hér á landi geti haft mikið vægi í frekari verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Young business woman

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry