Herferðin Looks like you need an adventure“ er komin í loftið

  • 1 July, 2021
  • Category: IS

Íslandsstofa hefur hleypt af stokkunum nýrri markaðsherferð „Looks like you need an adventure”. Í herferðinni er fólk hvatt til þess að loka tímabili sem varið hefur í vel á annað ár og einkennst af heimaveru og tilbreyting leysi og enduruppgötva ævintýraþránna á Íslandi.

Fátt hefur verið jafn einkennandi fyrir þetta tímabil og jogginbuxurnar sem fylgt hafa mörgum í gegnum það allt en nú hvetjum við fólk til að finna þeim nýjan tilgang.

Markaðsherferðin verður í gangi næstu 11 vikurnar á lykilmörkuðum (Bandaríkin, Bretland, Kanada, Þýskaland, Danmörk og Svíþjóð auk PR í Frakklandi).

Við hvetjum alla samstarfsaðila Meet in Reykjavík til þess taka þátt í herferðinni og deila henni sem víðast. Við þurfum öll að leggjast á árarnar og senda þau skilaboð út í heim að Ísland er frábær áfangastaður að heimsækja eftir faraldurinn.

Best er að deila Facebook hlekk á aðalmyndbandið: (2) Watch | Facebook

Hér er tengill á vefsíðuna þar sem fólk getur sótt um að fá limited edition sweatpant boots gegn því að framvísa flugmiða: LOOKS LIKE YOU NEED AN ADVENTURE (lookslikeyouneediceland.com)

Hér er tengill á Virtual try-on myndböndin þar sem fólk gefst kostur á að prófa sweatpant boots í þykjustunni og arka um alla sjö landshlutana: LOOKS LIKE YOU NEED AN ADVENTURE (lookslikeyouneediceland.com)

Hér meðfylgjandi er leikbókin sem skýrir hvernig fyrirtæki geta tengt sig við herferðina.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

LOL MSI 2021

Heimsmeistaramótið í League of Legends fer fram á Íslandi

Riot Games, framleiðendur hins vinsæla tölvuleiks League of Legends, tilkynntu í gær að heimsmeistaramótið í leiknum færi fram í Laugardalshöll í október og nóvember næstkomandi. Heimsmeistarmótið er stærsta rafíþróttamót heims, en það er lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir dollara í verðlaunafé. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda, en alls fylgdust um 100 milljón…

  • 10 September, 2021
  • Category: IS

Skýrsla um árif COVID-19 faraldursins á MICE ferðaþjónustu á Íslandi

Um miðjan júní gaf fyrirtækið „Tourism Economics“ út skýrslu um árif COVID-19 faraldursins á þróun ráðstefnuferðaþjónustu næstu árin í Evrópu. Skýrslan var unnin fyrir „Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“ sem Meet in Reykjavík á aðild að. Skýrsluhöfundar byggðu spá sína á greiningu fyrirliggjandi gagna og með hliðsjón af áhrifum efnahagshrunsins 2008-2009…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS

Nýtt upphaf hjá Meet in Reykjavík

Á undanförnum 12 mánuðum hafa orðið miklar breytingar á starfsemi og áherslum Meet in Reykjavík. Fyrir ein ári síðan var starfsemin flutt inn til Íslandsstofu og var það liður í endurskipulagningu verkefnisins. Um áramótin tók svo Íslandsstofa formlega við rekstri verkefnisins. Þann 15 mars. s.l. var samstarfsfyrirtækjum kynntar breytingar á aðkomu fyrirtækja að verkefninu þar…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry