Iceland Travel 2018 - PCO Harpa

Iceland Travel eykur þjónustuframboð við viðskiptavini

  • 13 April, 2021
  • Category: IS

Umhverfi fyrirtækja í MICE ferðaþjónustu hefur breyst mikið á undanförnu ári og ýmislegt sem bendir til þess að margar þessara breytinga verði varanlegar. Aukin krafa um rafræna viðburði eða „hybrid“ þar sem gestir geta ýmist tekið þátt í dagskrá funda og ráðstefna í gegnum fjarfundabúnað eða í eigin persónu er komin til að vera.

Þróunin hefur verið hröð og reynt á aðlögunarhæfni og seiglu þjónustuaðila. Erla Ágústsdóttir hjá ráðstefnudeild Iceland Travel segir stöðuna hafa verið flókna en þau brugðust hratt við og fylgdu þessari þróun. „Okkar svar við þessu var að innleiða rafræna lausn fyrir viðburðahald – kerfi sem heitir Bizzabo – og fyrstu kynni af kerfinu hafa verið afar jákvæð. Það gefur okkur aukinn sveigjanleika til þess að mæta gjörbreyttum þörfum markaðarins og ég er sannfærð um að við verðum sterkari en áður fyrir vikið“.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

LOL MSI 2021

Heimsmeistaramótið í League of Legends fer fram á Íslandi

Riot Games, framleiðendur hins vinsæla tölvuleiks League of Legends, tilkynntu í gær að heimsmeistaramótið í leiknum færi fram í Laugardalshöll í október og nóvember næstkomandi. Heimsmeistarmótið er stærsta rafíþróttamót heims, en það er lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir dollara í verðlaunafé. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda, en alls fylgdust um 100 milljón…

  • 10 September, 2021
  • Category: IS

Skýrsla um árif COVID-19 faraldursins á MICE ferðaþjónustu á Íslandi

Um miðjan júní gaf fyrirtækið „Tourism Economics“ út skýrslu um árif COVID-19 faraldursins á þróun ráðstefnuferðaþjónustu næstu árin í Evrópu. Skýrslan var unnin fyrir „Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“ sem Meet in Reykjavík á aðild að. Skýrsluhöfundar byggðu spá sína á greiningu fyrirliggjandi gagna og með hliðsjón af áhrifum efnahagshrunsins 2008-2009…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS

Herferðin Looks like you need an adventure“ er komin í loftið

Íslandsstofa hefur hleypt af stokkunum nýrri markaðsherferð „Looks like you need an adventure”. Í herferðinni er fólk hvatt til þess að loka tímabili sem varið hefur í vel á annað ár og einkennst af heimaveru og tilbreyting leysi og enduruppgötva ævintýraþránna á Íslandi. Fátt hefur verið jafn einkennandi fyrir þetta tímabil og jogginbuxurnar sem fylgt…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry