Fréttir

 • Arctic Circle 2017

  Verðmætasköpun í ferðaþjónustu

  MICE-ferðamenn eru þeir ferðamenn sem koma til landsins til þess að taka þátt í ráðstefnum, fundum, hvataferðum eða sýningum. Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík (Meet in Reykjavík) segir þetta verðmæta gesti sem gætu haft töluvert vægi í því að auka arðsemi í Ísenskri ferðaþjónustu. Verðmætin felast ekki eingöngu í auknum tekjum, en tekjur…

  • 15 March, 2018
  • Category: IS
 • Hanna Birna Kristjánsdóttir

  Fundur með Senidiherrum Meet in Reykjavík á Grand Hótel

  5. Mars s.l. voru Sendiherrum Meet in Reykjavík boðið til kynningar á Háteig á Grand Hótel Reykjavík en salurinn var nýlega opnaður aftur eftir umtalsverðar endurbætur. Salurinn hentar einstaklega vel hvort sem er fyrir fundi-, ráðstefnur, veislur eða móttökur. Fundurinn var ágætlega sóttur en auk þess að fá kynningu á nýungum á Grand Hótel sagði…

  • 14 March, 2018
  • Category: IS
 • Dr. Felix Valsson heiðurs-Ambassador 2017

  Dr. Felix Valsson, heiðurs ambassador Meet in Reykjavík 2017 (Viðtal)

  Dr. Felix Valsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir hjá Landspítalanum, klínískur dósent og formaður Endurlífgunarráðs Íslands var útnefndur heiðurs ambassador Meet in Reykjavík 2017. Felix átti stóran þátt í því að alþjóðlegri ráðstefnu evrópska endurlífgunarráðsins (ERC) – Resuscitation var haldin á Hilton 24. – 25. september 2016. Ráðstefnan var sótt var af 920 sérfræðingum frá öllum heimshornum.

  • 6 March, 2018
  • Category: IS
 • 13 BID unnust árið 2017

  Meet in Reykjavík sendi frá sér 36 BID á árinu 2017. Eins og áður hefur verið fjallað um í fréttabréfi Meet in Reykjavík er BID umsókn eða yfirlýsing á vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningarlaust berjast fleiri en einn áfangastaður um þessi viðskipti. Algengt er að þeir séu á bilinu…

  • 7 February, 2018
  • Category: IS
 • Spartan Ultra Race Iceland December 16th, 2017

  Sólarhrings „Spartan“ hindrunarhlaup (myndband)

  Sumar fyrirspurnir sem við hjá Meet in Reykjavík fáum eru óvenjulegri en aðrar og í byrjun árs 2017 fengum við heldur óvenjulega fyrirspurn þegar fulltrúar Spartan Race settu sig í samband við okkur og sögðust vilja skipuleggja sólarhrings hindrunarhlaup við erfiðustu mögulegu aðstæður á Íslandi. Við héldum náttúrlega að þeir væru að grínast en því…

  • 7 February, 2018
  • Category: IS
 • Regus

  Regus nýr aðildarfélagi Meet in Reykjavík

  Núna í janúar gekk fyrirtækið Regus á Íslandi í hóp aðildarfélaga Meet in Reykjavík. Regus er stærsti veitandi sveigjanlegra vinnurýmislausna í heiminum og býður upp á fleiri en 3000 viðskiptamiðstöðvar í 900 borgum. Viðskiptavinir Regus eru bæði einstaklingar og fyrirtæki sem býðst tækifæri á því að leigja bæði skrifstofur og fundaraðstöðu á 5 stöðum á landinu. Regus…

  • 7 February, 2018
  • Category: IS
 • Vinnustofa MiR Janúar 2018

  Vinnustofa um leitni og tækifæri

  Þriðjudaginn 30. janúar sl. hélt Meet in Reykjavík vinnustofu fyrir aðildarfélaga þar sem tekin var umræða um leitni (trend) og tækifæri í MICE-ferðaþjónustu. Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík, stjórnaði fjörugum umræðum um þróun í MICE síðustu 7-8 ár, umgjörð greinarinnar hér á landi og hvert við stefnum. Niðurstöður vinnustofunnar verða svo nýttar í…

  • 7 February, 2018
  • Category: IS
 • Alþjóðleg ráðstefna um hugmyndafræði OST

  Fyrir áramót var tilkynnt að Reykjavík yrði næsti viðkomustaður ráðstefnunnar WOSonOS, „World Open Space on Open Space“, og fer hún fram í Hörpu dagana 22.-24. október nk. Búist er við u.þ.b. 300 þátttakendum á ráðstefnunni, sem einkum er sótt af stjórnendum fyrirtækja og stofnana, ráðgjöfum og áhugafólki um samfélagslega ábyrgð. Þátttakendur eiga það sameiginlegt að…

  • 7 February, 2018
  • Category: IS
 • ICCA Nordic Association Expert Seminar

  Fulltrúi Meet in Reykjavík tók þátt í fyrsta ICCA Nordic Association Expert Seminar í Uppsölum, 22. janúar síðastliðin. Markmiðið með fundinum er að efla tengsl milli áfangastaða/borga og stjórnenda í norrænum samtökum. Með því viljum við hvetja norræn samtök til að stíga fram og sækjast eftir að halda Evrópuráðstefnur eða alþjóðlega ráðstefnu á sínu sviði.…

  • 7 February, 2018
  • Category: IS
 • Sales Call at the celandic embassy in copenhagen

  Kynningarviðburður í Kaupmannahöfn

  Meet in Reykjavík, í samstarfi við Icelandair í Skandinavíu og sendiráð Íslands í Danmörku, stóð fyrir viðburði í Kaupmannahöfn 18. janúar síðastliðinn. Sendiherra Íslands, Benedikt Jónsson, og eiginkona hans ,Aðalheiður Óskarsdóttir, tóku á móti 30 MICE-kaupendum á heimili sínu. Fulltrúar Meet in Reykjavík og Icelandair kynntu áfangastaðinn og þá möguleika sem standa MICE-kaupendum til boða,…

  • 7 February, 2018
  • Category: IS
 • MiR Fundur um Vefmarkaðsmál

  Fundur um vefmarkaðsmál

  14. desember sl. fór fram fundur um vefmarkaðsmál á vegum Meet in Reykjavík. U.þ.b. 30 aðildarfélagar mættu á fundinn sem var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum töluðu Sigurður Valur Sigurðsson, markaðsstjóri Meet in Reykjavík, Davíð Halldórsson hjá Avista, sem stýrði vinnu við nýjan vef MiR, og Arnar Gísli Hinriksson hjá Vefmiðlum, sem hefur…

  • 15 December, 2017
  • Category: IS
 • ITBM 2017

  Vel heppnað sýninga haust

  IBTM World í Barcelona var haldin 28-30. nóvember sl. en sýningin er önnur af tveimur stærstu MICE-kaupstefnunum sem haldnar eru árlega í Evrópu. Meet in Reykjavík tók þátt í sýningunni eins og undanfarin ár og að þessu sinni voru 12 aðildarfélagar á staðnum, en alls voru 15 fundarbækur á standi Meet in Reykjavík. Það voru…

  • 7 December, 2017
  • Category: IS