Samstarfsfyrirtæki og "Trusted Partners"

Starfsemi Meet in Reykjavík er opin öllum fyrirtækjum sem hafa hagsmuni af MICE ferðaþjónustu hér á landi og hafa gild starfsleyfi og tryggingar. Skráning og þátttaka í almennu félagsstarfi er gjaldfrjáls en fyrirtæki greiða fyrir þátttöku sértækum verkefnum (s.s. þátttöku á sýningum, söluheimsóknum ofl.)

Fyrirtæki geta valið á milli tveggja skráningarleiða:

1. Samstarfyrirtæki (partner)

Samstarfsfyrirtæki fá sýnileika í vef félagsins og markaðsefni eins og kostur er, aðgang að félagsfundum og fræðslu um MICE ferðaþjónustu.

Skilyrði fyrir þátttöku:

  • Fyrirtæki þurfa að sýna framá gild starfsleyfi og tryggingar
  • Gera grein fyrir hagsmunum sínum af MICE ferðaþjónustu

Sækja um

2. Trusted partners

"Trusted Partners" fá sýnileika á vef og markaðsefni Meet in Rekjavík eins og kostur er, aðgang félagsfundum og fræðslu um MICE ferðaþjónustu, stendur til boða að taka þátt í sýningum og vinnustofum erlendis, fá aðgang að tilboðsbeiðnum og fyrirspurnum sem berast Meet in Reykjavík í samræmi við reglur um úthlutun þeirra og geta boðið sig fram í verkefnisstjórn. Fá „Trusted Partner“ merki/logo til notkunar á eigin vef og markaðsefni

Skilyrði fyrir þátttöku:

  • Fyrirtæki þurfa að sýna framá gild starfsleyfi og tryggingar
  • Gera grein fyrir hagsmunum sínum af MICE ferðaþjónustu
  • Hafa opinbera sjálfbærinstefnu (sýnilega á vef fyrirtækisins) og gera grein fyrir markmiðum sínum varðandi sjálfbærni.

Sækja um

Umsóknarferli

Allar umsóknir um að gerast Trusted Partner verða lagðar fyrir verkefnastjórn Meet in Reykjavík og metur hún lögmæti þeirra. Sé fyrirtæki samþykkt sem „Trusted Partner“ er fyrirtækjum boðið að sitja innleiðingarfund hjá Meet in Reykjavík þar sem farið er yfir þá þjónustu sem stendur Trusted Partners til boða og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem slíkra. Sé umsókn hafnað er gerð grein fyrir því og fyrirtæki gefið kostur á að aðlaga umsókn sé þess þörf.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigurjóna Sverrisdóttir

Verkefnisstjóri, Meet in Reykjavík