Riot Games LOL

Íslandsstofa, SAF og RÍSÍ héldu fund um landkynningargildi alþjóðlegra rafíþróttamóta

  • 29 March, 2021
  • Category: IS

Í byrjun mánaðarins var tilkynnt um að rafíþróttamótin League of Legends Mid-Season Invitational og Valorant Masters 2 færu fram í Reykjavík í maí. Af því tilefni buðu Samtök ferðaþjónustunar, Íslandsstofa og Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) til rafræns kynningarfundar um landkynningarargildi slíkra viðburða. Fundurinn fór fram föstudaginn 26. mars.

Á fundinnum sagði Hildur Björg Bæringsdóttir verefnastjóri hjá Íslandsstofu frá aðdraganda þess að Riot Games valdi að koma með ofangreind verkefni til landsins, fjallaði um stærð og umfang þeirra og landkynningargildi. Þá fjallaði Ólafur Hrafn Steinarson, formaður RÍSÍ, um það hvernig ferðaþjónustufyrirtæki geta nýtt sér þá athygli sem áfangastaðurinn fær í tengslum við mótin.

Hægt er að horfa á upptöku frá fundinum hér:

Hægt er að nálgast kynningarpakka frá Íslandsstofu og RÍSÍ um verkefnin hér:

 

Nánari upplýsingar veita:

Hildur Björg Bæringsdóttir: Verkefnastjóri, útflutningur og fjárfestingar hildur@islandsstofa.is

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir: Fagstjóri ferðaþjónustu, útflutningur og fjárfestingar siggadogg@islandsstofa.is

Sigurður Valur Sigurðsson: Verkefnastjóri, markaðssamskipti sigurdur@islandsstofa.is

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

LOL MSI 2021

Heimsmeistaramótið í League of Legends fer fram á Íslandi

Riot Games, framleiðendur hins vinsæla tölvuleiks League of Legends, tilkynntu í gær að heimsmeistaramótið í leiknum færi fram í Laugardalshöll í október og nóvember næstkomandi. Heimsmeistarmótið er stærsta rafíþróttamót heims, en það er lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir dollara í verðlaunafé. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda, en alls fylgdust um 100 milljón…

  • 10 September, 2021
  • Category: IS

Skýrsla um árif COVID-19 faraldursins á MICE ferðaþjónustu á Íslandi

Um miðjan júní gaf fyrirtækið „Tourism Economics“ út skýrslu um árif COVID-19 faraldursins á þróun ráðstefnuferðaþjónustu næstu árin í Evrópu. Skýrslan var unnin fyrir „Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“ sem Meet in Reykjavík á aðild að. Skýrsluhöfundar byggðu spá sína á greiningu fyrirliggjandi gagna og með hliðsjón af áhrifum efnahagshrunsins 2008-2009…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS

Herferðin Looks like you need an adventure“ er komin í loftið

Íslandsstofa hefur hleypt af stokkunum nýrri markaðsherferð „Looks like you need an adventure”. Í herferðinni er fólk hvatt til þess að loka tímabili sem varið hefur í vel á annað ár og einkennst af heimaveru og tilbreyting leysi og enduruppgötva ævintýraþránna á Íslandi. Fátt hefur verið jafn einkennandi fyrir þetta tímabil og jogginbuxurnar sem fylgt…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry