Riot Games LOL

Íslandsstofa, SAF og RÍSÍ héldu fund um landkynningargildi alþjóðlegra rafíþróttamóta

  • 29 March, 2021
  • Category: IS

Í byrjun mánaðarins var tilkynnt um að rafíþróttamótin League of Legends Mid-Season Invitational og Valorant Masters 2 færu fram í Reykjavík í maí. Af því tilefni buðu Samtök ferðaþjónustunar, Íslandsstofa og Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) til rafræns kynningarfundar um landkynningarargildi slíkra viðburða. Fundurinn fór fram föstudaginn 26. mars.

Á fundinnum sagði Hildur Björg Bæringsdóttir verefnastjóri hjá Íslandsstofu frá aðdraganda þess að Riot Games valdi að koma með ofangreind verkefni til landsins, fjallaði um stærð og umfang þeirra og landkynningargildi. Þá fjallaði Ólafur Hrafn Steinarson, formaður RÍSÍ, um það hvernig ferðaþjónustufyrirtæki geta nýtt sér þá athygli sem áfangastaðurinn fær í tengslum við mótin.

Hægt er að horfa á upptöku frá fundinum hér:

Hægt er að nálgast kynningarpakka frá Íslandsstofu og RÍSÍ um verkefnin hér:

 

Nánari upplýsingar veita:

Hildur Björg Bæringsdóttir: Verkefnastjóri, útflutningur og fjárfestingar hildur@islandsstofa.is

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir: Fagstjóri ferðaþjónustu, útflutningur og fjárfestingar siggadogg@islandsstofa.is

Sigurður Valur Sigurðsson: Verkefnastjóri, markaðssamskipti sigurdur@islandsstofa.is

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Sýningar þátttaka MiR 2021

Eins og gefur að skilja ríkir ákveðin óvissa um sýningarhald í ár. Í fyrra tók Meet in Reykjavík þátt í tveim rafrænum sölusýningum Planet IMEX og IBTM Virtual World. IMEX Frankfurt sem átti að fara fram í maí á þessu ári hefur verið aflýst og ætla skipuleggjendur ekki að endurtaka leikinn frá í fyrra og…

  • 14 April, 2021
  • Category: IS

Alþjóðleg rafíþróttamót í Laugardalshöl

Í byrjun mars var tilkynnt að rafíþróttamótin League of Legends Mid-Season Invitational 2021 og Valorant Masters 2 færu fram í Reykjavík í maí. Ábati áfangastaðarins af verkefnunum er margþættur. Fyrst og fremst er um mikið landkynningargildi að ræða en áætlað er að yfir 100 milljónir manna muni fylgjast með útsendingum og horfa á kynningarefni sem framleitt verður hér á landi á meðan á mótunum stendur og í aðdraganda þeirra. Auk…

  • 13 April, 2021
  • Category: IS

Nýtt aðildarfyrirkomulag að Meet in Reykjavík

Í samningi Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu við Íslandsstofu um yfirtöku þess síðastnefnda á markaðsverkefninu Meet in Reykjavík var kveðið á um að verkefnisstjórn skildi móta tillögur og taka ákvörðun um nýtt aðildarfyrirkomulag að félaginu. Markmiðið með breytingunni er að auka aðgengi hagsmunaaðila að félaginu, aukið gagnsæi í starfsemi þess, aukin slagkraftur í markaðsaðgerðum og bætt þjónusta við viðskiptavini og samstarfsaðila. …

  • 13 April, 2021
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry