Mynd: Visit Reykjavík

Íslandsstofa tekur við verkefnum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur

  • 22 September, 2020
  • Category: IS

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt samning milli Íslandsstofu, Reykjavíkurborgar, Icelandair Group hf. og Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. þess efnis að Íslandsstofa taki að sér rekstur markaðsverkefnisins Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík). Áður hafði samningurinn verið samþykktur á auka aðalfundi Meet in Reykjavík og af stjórn Íslandsstofu.

Meet in Reykjavík var stofnað árið 2012 í þeim tilgangi að kynna og markaðssetja Reykjavík og Ísland sem áfangastað fyrir fundi, ráðstefnur, hvataferðir og viðburði (MICE). Félagið hefur verið rekið sem samvinnuverkefni opinberra aðila og einkaaðila og gerir samningurinn ráð fyrir að svo verði áfram. Í dag eru um 40 fyrirtæki með aðild að félaginu.

Markmiðið með samningnum er fyrst og fremst að styrkja stöðu verkefnisins með það fyrir augum að efla kynningu á áfangastaðnum. Tryggja fjármögnun þess til langs tíma og að ná fram rekstrarhagræði þannig að hærra hlutfall fjármagns renni til beinna markaðsaðgerða. Samningurinn gefur tækifæri til að samnýta aðföng, sérhæfða stoðþjónustu, reynslu og þekkingu starfsfólks og samræma ímyndarskilaboð og áherslur í kynningu. Unnið verður í samræmi við stefnu íslenskrar ferðaþjónustu, útflutningsstefnu Íslands og ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.

Pétur Þ. Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir starfsemi Meet in Reykjavík  falla vel að stefnu og starfsemi Íslandsstofu.

Ráðstefnu-  og hvataferðaþjónusta er mikilvægur liður í að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu þegar horft er til langs tíma. Áhrif COVID-19 faraldursins komu snemma fram í þessum geira og því miður er ýmislegt sem bendir til þess að hann verði lengur að ná fyrri styrk en önnur ferðaþjónusta. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að sameina kraftana. Það eru þó fjöldi tækifæra í þessu ástandi fyrir okkur; ímynd áfangastaðarins er sterk og viðbrögð Íslands við COVID-19 hafa víða fengið jákvæða athygli. Þá höfum við tæknilega getu til þess að mæta auknum kröfum um stafrænar lausnir á ráðstefnu og fundarhaldi.“

Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar og stjórnarformaður Meet in Reykjavík segir samninginn í takt við þann vilja borgarinnar að leggja áherslu á fjölþjóðlegt funda- og ráðstefnuhald við frekari uppbyggingu ferðaþjónustu í borginni.

„Samningurinn tryggir framtíð verkefnisins Meet in Reykjavík og að byggt verði ofan á þann góða árangur sem þegar hefur náðst til að fjölga ráðstefnugestum í borginni. Með samstarfinu við Íslandsstofu vonumst við til þess að slagkrafturinn verði enn meiri enda eru sett metnaðarfull markmið um fjölgun ráðstefnugesta í drögum að nýrri ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Slíkir gestir hafa verið flokkaðir sem betur borgandi gestir; þeir eyða meiru, eru umhverfisvænni og koma frekar utan háannatíma í ferðaþjónustu. “

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

CMW fjallar um Ísland og COVID-19 faraldurinn

Sigurður Valur Sigurðsson Markaðsstjóri Meet in Reykjavík var í viðtali í septemberútgáfu CMW (Conference & Meetings world). Í viðtalinu ræðir Sigurður meðal annar viðbrögð Íslands við COVID-19 faraldrinum og  áhrif hans á funda og ráðstefnuhald hér á landi. Viðtalið má lesa hér (bls 47)

  • 14 September, 2020
  • Category: IS

Samruni Meet in Reykjavík og Íslandsstofu samþykktur

Í gær fór fram auka aðalfundur Meet in Reykjavík fyrir árið 2020. Eitt mál var á dagskrá fundarins en það var samningur stjórnar MiR við Íslandsstofu um að Íslandsstofa taki að sér rekstur markaðsverkefnisins Meet in Reykjavík og reki það í samræmi við samninginn í stað formlegs félags líkt og verið hefur frá árinu 2012.…

  • 9 September, 2020
  • Category: IS

Förum öll vel undirbúin „saman í sókn“!

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hér hvað heimsfaraldur COVID-19 setur okkur sem störfum í ferðaþjónustu á Íslandi í erfiða stöðu. Starfsmenn margra fyrirtækja róa nú lífróður við að trygga rekstrarhæfi þeirra þegar ástandinu lýkur. Við sem störfum í funda-, hvataferða, ráðstefnu- viðburðaferðaþjónustu (MICE) förum ekki varhluta af alvarleika ástandsins og sjáum vel að það…

  • 9 May, 2020
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry