Mountaineers of Iceland

Koparaðild

 
Árgjald: 250.000 kr.

 

Um Koparaðild

Aðildarþrepið er sett upp fyrir fyrirtæki sem þjónusta ekki MICE-ferðamenn milliliðalaust eða eru ekki í aðstöðu til að sérhæfa sig í þjónustu við markhópinn. Til dæmis fyrirtæki sem bjóða fyrst og fremst upp á afþreyingu, veitingaþjónustu fyrir minni veislusali og fundarrými, hótel og gistihús með undir 80 herbergi, fyrirtæki í smásölu og ýmsar hliðarþjónustur.

 

Eftirfarandi starfsemi er ekki gjaldgeng í Koparaðild (þurfa að skrá sig í brons, silfur eða gull):

 • Fyrirtæki sem veita sambærilega þjónustu og DMC og PCO
 • Hótel og gistihús með 80 herbergi eða meira
 • Ráðstefnu-, fundar- eða veislusalir sem taka meira en 500 manns í sæti eða 1000 manns í standandi móttöku

 

 

 1. Fyrirtæki í kopar aðild fá tækifæri til þess að kynna vörur og þjónustu til annarra aðildarfélaga MiR (t.d. á vinnustofum, fundum og samkomum á vegum félagsins).
 2. Þátttaka í kynningum, FAM-ferðum og söluheimsóknum (site inspection) sem fara fram á Íslandi fyrir erlenda kaupendur, blaðamenn og/eða fagaðila, til skiptis við aðra kopar aðildarfélaga.
 3. Vefur:
  • Kopar aðildarfélagar eru listaðir á eftir brons aðildarfélögum á öllum upplýsingasíðum.
  • Geta sett upp eina undirsíðu í einum þjónustuflokki.
  • Geta birt allt að 5 myndir og eitt myndband á sinni undirsíðu.
  • Hægt að setja tengla á samfélagsmiðla á undirsíður.
  • Geta sett kort með upplýsingum um staðsetningu á undirsíðu.
  • Fyrirtæki geta fengið birtar fréttir á vef MiR og fréttabréfi að fengnu samþykki vefstjóra.
 4. Umfjöllun í þjónustuhandbók (Service Catalogue). Upplýsingar í samræmi við vef.