
Nýr starfsmaður hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík
Guðrún Ósk Kristinsdóttir hóf störf hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík 1. nóvember síðastliðin. Guðrún Ósk á að baki langan feril í MICE ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelan Travel, Atlantik og Concept Events. Guðrún Ósk mun sjá um tilboðsgerð í stærri ráðstefnur í samstarfi við aðildarfélaga og ambassadora. Ráðstefnuborgin Reykjavík býður Guðrúnu velkomna til starfa.