Nýtt aðildarfyrirkomulag að Meet in Reykjavík

  • 13 April, 2021
  • Category: IS

Í samningi Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu við Íslandsstofu um yfirtöku þess síðastnefnda á markaðsverkefninu Meet in Reykjavík var kveðið á um að verkefnisstjórn skildi móta tillögur og taka ákvörðun um nýtt aðildarfyrirkomulag að félaginu. Markmiðið með breytingunni er að auka aðgengi hagsmunaaðila að félaginu, aukið gagnsæi í starfsemi þess, aukin slagkraftur í markaðsaðgerðum og bætt þjónusta við viðskiptavini og samstarfsaðila. 

Nýtt aðildarfyrirkomulag var kynnt á félagsfundi Meet in Reykjavík 15. mars s.l. Sú breyting verður gerð að ekki verða innheimt aðildargjöld að félaginu og verður það opið öllum fyrirtækjum sem hafa áhuga á að taka þátt í starfsemi þess, hafa hagsmuni af MICE ferðaþjónustu, gild starfsleyfi og tryggingar. Fyrirtæki sem gerast „Samstarfsfyrirtæki“ Meet in Reykjavík fá sýnileika á vef markaðsverkefnisins, skráningu á póstlista og aðgang að ýmiskonar fundum, fræðslu og viðburðum tengdu MICE ferðaþjónustu.  

Samstarfsfyrirtæki geta jafnframt óskað eftir því að gerast „Trusted partners“ og fá þá um leið þátttökurétt á sýningum og söluviðburðum, fá aukinn sýnileika á vef verkefnisins og í markaðsefni, fá sendar tilboðsbeiðnir og fyrirspurnir sem berast, geta boðið sig fram í verkefnisstjórn og fá myndberki (Logo) til notkunar í eigið markaðsstarf. Til þess að gerast Trusted partners þurfa fyrirtæki auk þess að hafa gild starfsleyfi og tryggingar að uppfylla gæðareglur félagsins, skuldbinda sig til þess að taka þátt í markmiðum félagsins varðandi sjálfbærni og fá samþykki verkefnisstjórnar. 

Nú er í gang vinna við nýja samskiptaáætlun Meet in Reykjavík og er stefnt að kynna hana fyrirtækjum sem hafa áhuga á því að gerast samstarfsfyrirtæki eða Trausted Partner í maí. Um leið verður gerð grein fyrir því hvernig fyrirtæki geta óskað eftir þátttöku í verkefninu. 

Ef óskað er frekari upplýsinga um nýtt aðildarfyrirkomulag eða aðrar breytingar á starfsemi félagsins hvetjum við ykkur til þess að hafa samband við starfsfólk Meet in Reykjavík.    

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

LOL MSI 2021

Heimsmeistaramótið í League of Legends fer fram á Íslandi

Riot Games, framleiðendur hins vinsæla tölvuleiks League of Legends, tilkynntu í gær að heimsmeistaramótið í leiknum færi fram í Laugardalshöll í október og nóvember næstkomandi. Heimsmeistarmótið er stærsta rafíþróttamót heims, en það er lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir dollara í verðlaunafé. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda, en alls fylgdust um 100 milljón…

  • 10 September, 2021
  • Category: IS

Skýrsla um árif COVID-19 faraldursins á MICE ferðaþjónustu á Íslandi

Um miðjan júní gaf fyrirtækið „Tourism Economics“ út skýrslu um árif COVID-19 faraldursins á þróun ráðstefnuferðaþjónustu næstu árin í Evrópu. Skýrslan var unnin fyrir „Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“ sem Meet in Reykjavík á aðild að. Skýrsluhöfundar byggðu spá sína á greiningu fyrirliggjandi gagna og með hliðsjón af áhrifum efnahagshrunsins 2008-2009…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS

Herferðin Looks like you need an adventure“ er komin í loftið

Íslandsstofa hefur hleypt af stokkunum nýrri markaðsherferð „Looks like you need an adventure”. Í herferðinni er fólk hvatt til þess að loka tímabili sem varið hefur í vel á annað ár og einkennst af heimaveru og tilbreyting leysi og enduruppgötva ævintýraþránna á Íslandi. Fátt hefur verið jafn einkennandi fyrir þetta tímabil og jogginbuxurnar sem fylgt…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry