Nýtt upphaf hjá Meet in Reykjavík

  • 1 July, 2021
  • Category: IS

Á undanförnum 12 mánuðum hafa orðið miklar breytingar á starfsemi og áherslum Meet in Reykjavík. Fyrir ein ári síðan var starfsemin flutt inn til Íslandsstofu og var það liður í endurskipulagningu verkefnisins. Um áramótin tók svo Íslandsstofa formlega við rekstri verkefnisins. Þann 15 mars. s.l. var samstarfsfyrirtækjum kynntar breytingar á aðkomu fyrirtækja að verkefninu þar sem horfið var frá þrepaskiptu aðildarkerfi og aðildargjöldum og félagið opnað öllum sem hafa hagsmuni af MICE ferðaþjónustu. Að mati verkefnisstjórnar er núna rétti tíminn til að fara í slíkar breytingar þar sem samningur Reykjavíkurborgar, Icelandair Group, Hörpu og Íslandsstofu um rekstur Meet in Reykjavík tryggir fjármögnun verkefnisins til næstu 5 ára. Markmiðið með þessum breytingum er að auka aðgengi hagsmunaaðila að verkefninu, aukið gegnsæi, bætt þjónusta við viðskiptavini og samstarfsaðila.

 

Á ársfundi Meet in Reykjavík þann 27 maí s.l. var svo ný samskiptaáætlun verkefnisins kynnt hagsmunaaðilum. Í samskiptaáætlun eru áherslur þess, hlutverk, markmið og mælikvarðar skilgreindir. Á næstu vikum og mánuðum er fyrirhuguð endurskoðun á útliti og ásýnd félagsins, endurnýjun markaðs- og kynningarefnis og áætlað að nýr vefur verði tekin í notkun.

 

Á ársfundi voru einnig gerðar breytingar á verkefnisstjórn. Fulltrúum samstarfsfyrirtækja var fjölgað úr tveim í þrjá og fulltrúi samstarfsnefndar háskólastigsins tók einnig sæti í stjórn en eitt af markmiðum nýrrar samskiptaáætlanar er aukið samstarf og aukin þjónusta við starfsfólk háskólanna í tengslum við akademíska fundi og ráðstefnur hér á landi.    

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

LOL MSI 2021

Heimsmeistaramótið í League of Legends fer fram á Íslandi

Riot Games, framleiðendur hins vinsæla tölvuleiks League of Legends, tilkynntu í gær að heimsmeistaramótið í leiknum færi fram í Laugardalshöll í október og nóvember næstkomandi. Heimsmeistarmótið er stærsta rafíþróttamót heims, en það er lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir dollara í verðlaunafé. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda, en alls fylgdust um 100 milljón…

  • 10 September, 2021
  • Category: IS

Skýrsla um árif COVID-19 faraldursins á MICE ferðaþjónustu á Íslandi

Um miðjan júní gaf fyrirtækið „Tourism Economics“ út skýrslu um árif COVID-19 faraldursins á þróun ráðstefnuferðaþjónustu næstu árin í Evrópu. Skýrslan var unnin fyrir „Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“ sem Meet in Reykjavík á aðild að. Skýrsluhöfundar byggðu spá sína á greiningu fyrirliggjandi gagna og með hliðsjón af áhrifum efnahagshrunsins 2008-2009…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS

Herferðin Looks like you need an adventure“ er komin í loftið

Íslandsstofa hefur hleypt af stokkunum nýrri markaðsherferð „Looks like you need an adventure”. Í herferðinni er fólk hvatt til þess að loka tímabili sem varið hefur í vel á annað ár og einkennst af heimaveru og tilbreyting leysi og enduruppgötva ævintýraþránna á Íslandi. Fátt hefur verið jafn einkennandi fyrir þetta tímabil og jogginbuxurnar sem fylgt…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry