Harpa conference center in central Reykjavík

Reykjavík er sjötta sjálfbærasta ráðstefnuborg í heimi

  • 11 December, 2019
  • Category: IS

Sjálfbærnilisti Global Destination Sustainability Index (GDS-Index) fyrir árið 2019 hefur verið opinberaður og er Reykjavík í 6. sæti listans. GDS-Index leggur mat á samfélagslega og umhverfislega sjálfbærni 50 af helstu ráðstefnu- og hvataferðaborgum í heiminum og hversu vel þeim gengur að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Sigurjóna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur, segist hæstánægð með þann árangur sem hefur náðst í að auka sjálfbærni áfangastaðarins. Enn sé þó svigrúm til að gera betur: „Þó að okkur hafi gengið vel að innleiða okkar stefnu á undanförnum árum og náð okkar helstu markmiðum í sjálfbærni er enn mikið svigrúm til þess að gera betur. Við ætlum að herða róðurinn og treystum á stuðning og samstarfsvilja ríkis, borgar og annarra samstarfsaðila. Við höfum öll tækifæri til þess að vera fremst í heiminum í sjálfbærri þróun og eigum að hafa metnað til þess að leiða lista eins og þennan. Við ætlum að stefna að því.“

Vísitalan skoðar meðal annars umhverfisvottanir og sjálfbærnistefnu borganna sjálfra og fyrirtækja sem þjónusta ráðstefnu-, viðskipta- og hvataferðagesti (í tilfelli Reykjavíkur eru aðildarfélagar Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur metnir). Horft er til orkugjafa, umfangs endurvinnslu, matarsóunar, kolefnisbindingar, jafnréttis- og friðarmála, og upplýsingamiðlunar til kaupenda og hagsmunaaðila svo fátt eitt sé nefnt.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Harpa Norðurljós

Miklar búsifjar í ráðstefnu-, fundar- og hvataferðaþjónustu hér á landi vegna COVID-19

Árið 2020 stefndi í metár í alþjóðlegum fundum, ráðstefnum, hvataferðum og viðburðum hér á landi, að sögn Sigurjónu Sverristóttir framkvæmdastjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Félagið er samstarf Reykjavíkurborgar, Icelandair group, Hörpu og rúmlega 40 annarra hagsmunaaðila og sér um kynningu og markaðssetningu á Reykjavík og Íslandi sem áfangastaður fyrir viðskiptaferðaþjónustu. Samkvæmt áætlunum félagsins stefndi…

  • 17 March, 2020
  • Category: IS

Nýr starfsmaður hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík

Guðrún Ósk Kristinsdóttir hóf störf hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík 1. nóvember síðastliðin. Guðrún Ósk á að baki langan feril í MICE ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelan Travel, Atlantik og Concept Events. Guðrún Ósk mun sjá um tilboðsgerð í stærri ráðstefnur í samstarfi við aðildarfélaga og ambassadora. Ráðstefnuborgin Reykjavík býður Guðrúnu velkomna til starfa.

  • 13 December, 2019
  • Category: IS

RR skrifar undir yfirlýsingu um Ábyrga ferðaþjónustu

Þann 5. desember. s.l. á degi ábyrgrar ferðaþjónustu sem haldin var á Hótel Sögu skrifaði Ráðstefnuborgin Reykjavík undir yfirlýsingu um Ábyrga ferðaþjónustu. Félagið skuldbindur sig þar með til þess að birta markmið sín um samfélagslega ábyrgð. Þau markmið verða hluti af sjálfbærnistefnu RR sem birt verða á fyrrihluta næsta árs. Við sama tilefni skrifaði einn…

  • 11 December, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry