
Samruni Meet in Reykjavík og Íslandsstofu samþykktur
Í gær fór fram auka aðalfundur Meet in Reykjavík fyrir árið 2020. Eitt mál var á dagskrá fundarins en það var samningur stjórnar MiR við Íslandsstofu um að Íslandsstofa taki að sér rekstur markaðsverkefnisins Meet in Reykjavík og reki það í samræmi við samninginn í stað formlegs félags líkt og verið hefur frá árinu 2012. Fundurinn samþykkti samninginn einróma og verður hann á næstu dögum lagður fyrir stjórn Íslandsstofu og borgarráð Reykjavíkur til samþykktar. Stefnt er að því að undirrita samninginn síðar í þessum mánuði og verður hann kynntur formlega í framhaldi af því.