Samstarf við háskólana

 

Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík) hefur undirritað samstarfssamkomulag við Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans í Reykjavík (HR), Listaháskóla Íslands (LHÍ), Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

Markmiðið með samkomulaginu er að fjölga alþjóðlegum akademískum fundum og ráðstefnum á vegum háskólanna hér á landi. Ráðstefnuborgin Reykjavík mun aðstoða starfsfólk háskólanna og

samstarfsaðila þeirra við undirbúning, upplýsingaöflun og tilboðsgerð fyrir alþjóðlega fundi og ráðstefnur sem tengjast háskólunum með einhverjum hætti. Þá mun Meet in Reykjavík veita upplýsingar og halda kynningar um funda- og ráðstefnuaðstöðu háskólanna fyrir alþjóðleg samtök og skipuleggjendur funda og ráðstefna.

 

Meðfylgjandi Myndband vað tekið fyrir undirritun samkomulagsins við Hí, HR og LHÍ

Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands ganga til formlegs samstarfs við Ráðstefnuborgina Reykjavík

Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands ganga til formlegs samstarfs við Ráðstefnuborgina Reykjavík

Þriðjudaginn 11. september 2018, var undirritað samstarfssamkomulag milli Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík), Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.

partnership

Samstarf undirritað við HÍ, HR og LHÍ

Þann 9. apríl 2018 var undirritað samstarfssamkomulag milli Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík) og Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans í Reykjavík (HR) og Listaháskóla Íslands (LHÍ).

 

Ert þú með spennandi hugmynd að ráðstefnu, fundi eða viðburði hér á landi?

Sendu fyrirspurn