Sigurjóna ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur

  • 15 August, 2019
  • Category: IS

Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Sigurjóna hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess árið 2012. Hún tekur við starfinu af Þorsteini Erni Guðmundssyni sem leitt hefur verkefnið frá upphafi. Sigurjóna er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og BA í leiklist frá Leiklistarskóla Íslands.

Ráðstefnuborgin Reykjavík er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu ásamt fjölda annarra fyrirtækja sem hafa hag af vexti ráðstefnu-, viðburða-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hér á landi eða svokallaðri MICE-ferðaþjónustu. Hlutverk félagsins er að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu auk kynningar og markaðsstarfs á þessum sértæka en samkeppnisdrifna markaði.

„Ég er bæði hrærð og þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Ég tek við frábæru búi af Þorsteini Erni sem hefur byggt félagið upp frá stofnun þess. Árangurinn má meðal annars sjá í því að erlendum ráðstefnu- og hvataferðagestum hefur fjölgað að jafnaði um 14,4% á ári frá stofnun félagsins,“ segir Sigurjóna.

Sigurjóna bendir á að sjaldan hafi verið mikilvægara að sækja stíft á þennan verðmæta markhóp í ljósi nýjustu vendinga í ferðaþjónustunni. Tekjur af ráðstefnu- og hvataferðagestum eru að jafnaði tvöfalt til þrefalt hærri á hverja gistinótt en af meðalferðamanni. Verðmætin felist þó ekki síður í jákvæðum árstíðarhalla en 80% MICE-gesta komi til landsins utan háannatíma. Hér á landi liggi miklar fjárfestingar í innviðum sem sé hægt að nýta betur en nú er gert og að á undanförnum árum hafi byggst upp framúrskarandi reynsla og þekking á þjónustu við þennan hóp.

Samkvæmt Ráðstefnuborginni Reykjavík komu 135.000 MICE-gestir til landsins á síðasta ári eða tæplega 6% erlendra ferðamanna. Sigurjóna segir þetta hlutfall of lágt og að víða á þeim áfangastöðum sem við berum okkur saman við og mestum árangri hafa náði í verðmætasköpun í ferðaþjónustu sé þetta hlutfall á bilinu 15–20%. Sigurjóna kallar eftir samstilltu átaki allra hagsmunaaðila og segist hlakka til að byggja ofan á þann árangur sem hafi náðst síðustu ár með frábærum hópi aðildarfélaga úr opinbera- og einkageiranum.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Young business woman

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry