Sigurjóna ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur

  • 15 August, 2019
  • Category: IS

Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Sigurjóna hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess árið 2012. Hún tekur við starfinu af Þorsteini Erni Guðmundssyni sem leitt hefur verkefnið frá upphafi. Sigurjóna er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og BA í leiklist frá Leiklistarskóla Íslands.

Ráðstefnuborgin Reykjavík er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu ásamt fjölda annarra fyrirtækja sem hafa hag af vexti ráðstefnu-, viðburða-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hér á landi eða svokallaðri MICE-ferðaþjónustu. Hlutverk félagsins er að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu auk kynningar og markaðsstarfs á þessum sértæka en samkeppnisdrifna markaði.

„Ég er bæði hrærð og þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Ég tek við frábæru búi af Þorsteini Erni sem hefur byggt félagið upp frá stofnun þess. Árangurinn má meðal annars sjá í því að erlendum ráðstefnu- og hvataferðagestum hefur fjölgað að jafnaði um 14,4% á ári frá stofnun félagsins,“ segir Sigurjóna.

Sigurjóna bendir á að sjaldan hafi verið mikilvægara að sækja stíft á þennan verðmæta markhóp í ljósi nýjustu vendinga í ferðaþjónustunni. Tekjur af ráðstefnu- og hvataferðagestum eru að jafnaði tvöfalt til þrefalt hærri á hverja gistinótt en af meðalferðamanni. Verðmætin felist þó ekki síður í jákvæðum árstíðarhalla en 80% MICE-gesta komi til landsins utan háannatíma. Hér á landi liggi miklar fjárfestingar í innviðum sem sé hægt að nýta betur en nú er gert og að á undanförnum árum hafi byggst upp framúrskarandi reynsla og þekking á þjónustu við þennan hóp.

Samkvæmt Ráðstefnuborginni Reykjavík komu 135.000 MICE-gestir til landsins á síðasta ári eða tæplega 6% erlendra ferðamanna. Sigurjóna segir þetta hlutfall of lágt og að víða á þeim áfangastöðum sem við berum okkur saman við og mestum árangri hafa náði í verðmætasköpun í ferðaþjónustu sé þetta hlutfall á bilinu 15–20%. Sigurjóna kallar eftir samstilltu átaki allra hagsmunaaðila og segist hlakka til að byggja ofan á þann árangur sem hafi náðst síðustu ár með frábærum hópi aðildarfélaga úr opinbera- og einkageiranum.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Þrír „Ambassadorar“ heiðraðir (myndband)

Þann 5. september 2019 stóðu Ráðstefnuborgin Reykjavík og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir fundi um vöxt, tækifæri og leitni (e. trend) í ráðstefnu-, viðburða- og hvataferðaþjónustu á Íslandi undir yfirskriftinni Áfram MICE-Land. Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum voru þrír samstarfsaðilar (Ambassadorar) Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur heiðraðir fyrir að hafa…

  • 30 September, 2019
  • Category: IS

Dr. Rob Davidson segir árangur Reykjavíkur enga tilviljun (myndband)

Dr. Rob Davidson flutti aðalerindið á fundinum Áfram MICE-Land sem haldinn var í samstarfi Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur og SAF nýverið. Dr. Davidson hefur undanfarin 20 ár stundað rannsóknir og kennslu, samhliða ráðgjafastörfum, bókar- og greinaskrifum á þróun og leitni í viðskiptaferðaþjónustu. Í erindi sínu fjallaði Dr. Davidson um víðtæk efnahagsleg og félagsleg áhrif MICE-ferðaþjónustu og tók…

  • 30 September, 2019
  • Category: IS

Áfram MICE-Land myndir

Ljósmyndari á vegum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur fangaði stemmninguna á fundinum Áfram MICE-Land og á vinnustofu sem haldin var fyrir aðildarfélaga MiR fyrir fundinn á Hilton. Hægt er að nálgast nokkrar svipmyndir hér.

  • 30 September, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry