Skýrsla um árif COVID-19 faraldursins á MICE ferðaþjónustu á Íslandi

  • 1 July, 2021
  • Category: IS

Um miðjan júní gaf fyrirtækið „Tourism Economics“ út skýrslu um árif COVID-19 faraldursins á þróun ráðstefnuferðaþjónustu næstu árin í Evrópu. Skýrslan var unnin fyrir „Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“ sem Meet in Reykjavík á aðild að. Skýrsluhöfundar byggðu spá sína á greiningu fyrirliggjandi gagna og með hliðsjón af áhrifum efnahagshrunsins 2008-2009 á greinina. Skýrsluhöfundar gáfu jafnframt út spá fyrir hvert aðildarríki fyrir sig.

Skýrslan gefur tilefni til hóflegrar bjartsýni um þróun ráðstefnuhalds hér á landi næstu árin. Höfundar benda meðal annars á að á Íslandi er hærra hlutfall fjölþjóðlegra funda og ráðstefna samanborið við önnur Evrópulönd og það sé líklegra að slíkir viðburðir verði lengur að taka við sér en innlendir. Smæð markaðarins geri það að verkum að það séu takmörk fyrir því að hve miklu leiti innlendur markaður bæti upp það sem tapast þegar dregur jafn mikið úr alþjóðlegu funda- og ráðstefnuhaldi og raun ber vitni.  Samkvæmt spánni er líklegt að smærri alþjóðlegir fundir og hvataferðir verði fyrr að taka við sér en ráðstefnur og viðburðir. Þá vitna skýrsluhöfundar einnig í greiningu McKinsey & Company á framtíð viðskiptaferðaþjónustu þar sem bent er á að næstu árin munu fyrirtæki og ráðstefnuskipuleggjendur frekar kjósa ferðalög með bílum eða lestum fram yfir flugsamgöngur sem hefur óhjákvæmilega áhrif á áfangastaði eins og Ísland.

Í ljósi áhrifa efnahagshrunsins 2008 á ráðstefnuferðaþjónustu telur „Tourism Economics“ að árið 2025 getum við gert ráð fyrir að hafa náð sama fjölda ráðstefnu- og viðburðargesta hér á landi og árið 2019 en telja að þar sem það er viðbúið að dvalarlengd gesta styttast og umfang verkefna verði minna munu taka einu til tveimur árum lengur að ná sambærilegum tekjum úr greininni.

Skýrsluhöfundar benda þó á að það sé mikil óvissa í spánni. Enda hafi Ísland almennt verið á undan Evrópu í afnámi hafta og samkomutakmarkana sem gæti flýtt enduruppbyggingu greinarinnar. Þá sé óvíst hver þróunin í stafrænu funda- og ráðstefnuhaldi verði næstu árin og enn sé víða óvissa með bólusetningar á lykil mörkuðum.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

LOL MSI 2021

Heimsmeistaramótið í League of Legends fer fram á Íslandi

Riot Games, framleiðendur hins vinsæla tölvuleiks League of Legends, tilkynntu í gær að heimsmeistaramótið í leiknum færi fram í Laugardalshöll í október og nóvember næstkomandi. Heimsmeistarmótið er stærsta rafíþróttamót heims, en það er lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir dollara í verðlaunafé. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda, en alls fylgdust um 100 milljón…

  • 10 September, 2021
  • Category: IS

Herferðin Looks like you need an adventure“ er komin í loftið

Íslandsstofa hefur hleypt af stokkunum nýrri markaðsherferð „Looks like you need an adventure”. Í herferðinni er fólk hvatt til þess að loka tímabili sem varið hefur í vel á annað ár og einkennst af heimaveru og tilbreyting leysi og enduruppgötva ævintýraþránna á Íslandi. Fátt hefur verið jafn einkennandi fyrir þetta tímabil og jogginbuxurnar sem fylgt…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS

Nýtt upphaf hjá Meet in Reykjavík

Á undanförnum 12 mánuðum hafa orðið miklar breytingar á starfsemi og áherslum Meet in Reykjavík. Fyrir ein ári síðan var starfsemin flutt inn til Íslandsstofu og var það liður í endurskipulagningu verkefnisins. Um áramótin tók svo Íslandsstofa formlega við rekstri verkefnisins. Þann 15 mars. s.l. var samstarfsfyrirtækjum kynntar breytingar á aðkomu fyrirtækja að verkefninu þar…

  • 1 July, 2021
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry