Strategic Alliance

„Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“ hittist í Reykjavík

  • 27 September, 2018
  • Category: IS

Fundað um horfur í ráðstefnu- og fundarhaldi í Evrópu

Í síðustu viku komu saman á Hilton Reykjavík Nordica landsfulltrúar frá 20 Evrópulöndum til þess að funda um stöðuna og horfur í alþjóðlegu ráðstefnu- og fundarhaldi með áherslu á sameiginlegan árangur álfunnar.

„Evrópa hefur lengi haft ákveðið forskot á aðra heimshluta þegar kemur að alþjóðlegu ráðstefnu- og fundarhaldi en samkeppnin fer þó harðnandi,“ segir Matthias Schultze, framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrifstofu Þýskalands og talsmaður samtakanna. „Fundirnir í dag og í gær eiga að efla samstarf og samvinnu meðal Evrópuþjóða þegar kemur að rannsóknum, þróun og faglegu markaðs- og kynningarstarfi.“

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók á móti hópnum á Bessastöðum og kynnti sér starfsemi samtakanna og þau tækifæri sem felast í ferðaþjónustu tengdri ráðstefnu- og fundarhaldi. Guðni deildi jafnframt með hópnum hvar hann telur samkeppnisforskot Íslands liggja til ráðstefnu- og fundarhalds.

Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík) heldur fundinn í þetta skipti en hópurinn hittist að jafnaði tvisvar á ári. Ráðstefnuborgin Reykjavík tók á sínum tíma þátt í að stofna félagsskapinn sem ber heitið „Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“.

„Við sjáum nokkuð öra uppbyggingu á innviðum og aðstöðu til ráðstefnu- og fundarhalds alls staðar í heiminum enda er þetta mjög eftirsóttur markhópur. World Tourism Organization (UNWTO) heftur til að mynda ítrekað fjallað um og bent á hagvaxtaráhrif slíkrar ferðþjónustu, ekki bara vegna verðmætis gestanna, en ráðstefnu- og fundargestir skilja eftir sig helmingi hærri tekjur á gistinótt en ferðamenn að meðaltali. Verðmætin liggja ekki síður í því að fundir og ráðstefnur efla háskólastarf, hvetja til tækniþróunar og greiða fyrir viðskiptatengslum,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur.

Ísland hefur náð eftirtektarverðum árangri í að fjölga alþjóðlegum fundum og ráðstefnum en slíkum gestum hefur fjölgað að jafnaði um 14,4% á ári síðan árið 2011. Tímaritið Meetings International fjallaði í maí á þessu ári um þennan vöxt hér á landi og komst að þeirri niðurstöðu að miðað við höfðatölu ætti Ísland heimsmet í alþjóðlegu ráðstefnu- og fundarhaldi.

„Það er okkur hjá Ráðstefnuborginni mikill heiður að geta tekið á móti þessum hóp og sýnt þeim það sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Þorsteinn að lokum.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

BID-bækur 2018

14 BID unnust árið 2018

Á árinu 2018 unnust 14 BID sem Meet in Reykjavík átti aðkomu að og er það met þar sem unnum BIDum fjölgaði um eitt frá árinu 2017. Eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi er BID umsókn eða yfirlýsing um vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningarlaust berjast…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
European Fom Awards 2018

EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNIN Á ÍSLANDI 2020

Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í desember árið 2020. Stofnað var til verðlaunanna árið 1988 en megintilgangur þeirra er að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Um viðamikið samstarfsverkefni er að ræða milli ríkis og borgar og hafa viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttust…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
Go to Iceland Logo (fylgir frétt um aðild)

Go to Iceland nýr aðildarfélagi Meet in Reykjavík

Í febrúar gekk fyrirtækið Go to Iceland (DMC) í hóp aðildarfélaga Meet in Reykjavík. Go to Iceland er ný ferðaskrifstofa sem er reyst á áratugareynslu eigenda hennar. Ferðaskrifstofan mun meðal annars bjóða upp á sérlausnir fyrir hvers kyns hvataferða- og fyrirtækjahópa. Meet in Reykjavík býður Go to Iceland velkomið í hóp aðildarfélaga.

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry