Strategic Alliance

„Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“ hittist í Reykjavík

  • 27 September, 2018
  • Category: IS

Fundað um horfur í ráðstefnu- og fundarhaldi í Evrópu

Í síðustu viku komu saman á Hilton Reykjavík Nordica landsfulltrúar frá 20 Evrópulöndum til þess að funda um stöðuna og horfur í alþjóðlegu ráðstefnu- og fundarhaldi með áherslu á sameiginlegan árangur álfunnar.

„Evrópa hefur lengi haft ákveðið forskot á aðra heimshluta þegar kemur að alþjóðlegu ráðstefnu- og fundarhaldi en samkeppnin fer þó harðnandi,“ segir Matthias Schultze, framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrifstofu Þýskalands og talsmaður samtakanna. „Fundirnir í dag og í gær eiga að efla samstarf og samvinnu meðal Evrópuþjóða þegar kemur að rannsóknum, þróun og faglegu markaðs- og kynningarstarfi.“

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók á móti hópnum á Bessastöðum og kynnti sér starfsemi samtakanna og þau tækifæri sem felast í ferðaþjónustu tengdri ráðstefnu- og fundarhaldi. Guðni deildi jafnframt með hópnum hvar hann telur samkeppnisforskot Íslands liggja til ráðstefnu- og fundarhalds.

Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík) heldur fundinn í þetta skipti en hópurinn hittist að jafnaði tvisvar á ári. Ráðstefnuborgin Reykjavík tók á sínum tíma þátt í að stofna félagsskapinn sem ber heitið „Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“.

„Við sjáum nokkuð öra uppbyggingu á innviðum og aðstöðu til ráðstefnu- og fundarhalds alls staðar í heiminum enda er þetta mjög eftirsóttur markhópur. World Tourism Organization (UNWTO) heftur til að mynda ítrekað fjallað um og bent á hagvaxtaráhrif slíkrar ferðþjónustu, ekki bara vegna verðmætis gestanna, en ráðstefnu- og fundargestir skilja eftir sig helmingi hærri tekjur á gistinótt en ferðamenn að meðaltali. Verðmætin liggja ekki síður í því að fundir og ráðstefnur efla háskólastarf, hvetja til tækniþróunar og greiða fyrir viðskiptatengslum,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur.

Ísland hefur náð eftirtektarverðum árangri í að fjölga alþjóðlegum fundum og ráðstefnum en slíkum gestum hefur fjölgað að jafnaði um 14,4% á ári síðan árið 2011. Tímaritið Meetings International fjallaði í maí á þessu ári um þennan vöxt hér á landi og komst að þeirri niðurstöðu að miðað við höfðatölu ætti Ísland heimsmet í alþjóðlegu ráðstefnu- og fundarhaldi.

„Það er okkur hjá Ráðstefnuborginni mikill heiður að geta tekið á móti þessum hóp og sýnt þeim það sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Þorsteinn að lokum.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Team Iceland IBTM World Barcelona 2018

Vinsældir Íslands á IBTM vekja athygli

Mikilvægi fagsýninga fyrir kaupendur af MICE ferðaþjónustu er nokkuð óumdeilt. Þó nokkrar kannanir hafa sýnt að meirihluti MICE kaupenda kýs að nýta sér fagsýningar til þess að afla upplýsinga um áfangastaði og komast í beint samband við einstaka þjónustu aðila. IBTM World Barcelona fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018 en hún er ein af þeim…

  • 23 January, 2019
  • Category: IS
gds index logo 2018

Reykjavík 89% sjálfbær ráðstefnuborg

Listi Global Destination Sustainability Index (GDS-Index) fyrir árið 2018 hefur verið opinberaður og samkvæmt honum uppfyllir Reykjavík nú 89% markmiða um sjálfbærni Ráðstefnuborga. Reykjavík er í þriðja sæti listans eins og undanfarin tvö ár þrátt fyrir að hafa bætt einkunn sína um ein sjö prósentustig á milli ára. Norrænar borgir eru áberandi á listanum í…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
Sigurjóna Sverrisdóttir

Verðmæt snerting við MICE-Kaupendur

Síðasta kaupstefna ársins, IBTM World Barcelona, fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018. Skömmu áður eða 16.–18. Október var IMEX America haldin í Las Vegas. Frá árinu 2012 hefur Ráðstefnuborgin Reykjavík leitt hóp íslenskra þjónustuaðila á umræddar kaupstefnur. Var þetta því í sjöunda skipti sem Reykjavík og Ísland er kynnt á sýningunni undir merkjum Meet in…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry