Strategic Alliance

„Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“ hittist í Reykjavík

  • 27 September, 2018
  • Category: IS

Fundað um horfur í ráðstefnu- og fundarhaldi í Evrópu

Í síðustu viku komu saman á Hilton Reykjavík Nordica landsfulltrúar frá 20 Evrópulöndum til þess að funda um stöðuna og horfur í alþjóðlegu ráðstefnu- og fundarhaldi með áherslu á sameiginlegan árangur álfunnar.

„Evrópa hefur lengi haft ákveðið forskot á aðra heimshluta þegar kemur að alþjóðlegu ráðstefnu- og fundarhaldi en samkeppnin fer þó harðnandi,“ segir Matthias Schultze, framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrifstofu Þýskalands og talsmaður samtakanna. „Fundirnir í dag og í gær eiga að efla samstarf og samvinnu meðal Evrópuþjóða þegar kemur að rannsóknum, þróun og faglegu markaðs- og kynningarstarfi.“

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók á móti hópnum á Bessastöðum og kynnti sér starfsemi samtakanna og þau tækifæri sem felast í ferðaþjónustu tengdri ráðstefnu- og fundarhaldi. Guðni deildi jafnframt með hópnum hvar hann telur samkeppnisforskot Íslands liggja til ráðstefnu- og fundarhalds.

Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík) heldur fundinn í þetta skipti en hópurinn hittist að jafnaði tvisvar á ári. Ráðstefnuborgin Reykjavík tók á sínum tíma þátt í að stofna félagsskapinn sem ber heitið „Strategic Alliance of the National Convention Bureaux of Europe“.

„Við sjáum nokkuð öra uppbyggingu á innviðum og aðstöðu til ráðstefnu- og fundarhalds alls staðar í heiminum enda er þetta mjög eftirsóttur markhópur. World Tourism Organization (UNWTO) heftur til að mynda ítrekað fjallað um og bent á hagvaxtaráhrif slíkrar ferðþjónustu, ekki bara vegna verðmætis gestanna, en ráðstefnu- og fundargestir skilja eftir sig helmingi hærri tekjur á gistinótt en ferðamenn að meðaltali. Verðmætin liggja ekki síður í því að fundir og ráðstefnur efla háskólastarf, hvetja til tækniþróunar og greiða fyrir viðskiptatengslum,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur.

Ísland hefur náð eftirtektarverðum árangri í að fjölga alþjóðlegum fundum og ráðstefnum en slíkum gestum hefur fjölgað að jafnaði um 14,4% á ári síðan árið 2011. Tímaritið Meetings International fjallaði í maí á þessu ári um þennan vöxt hér á landi og komst að þeirri niðurstöðu að miðað við höfðatölu ætti Ísland heimsmet í alþjóðlegu ráðstefnu- og fundarhaldi.

„Það er okkur hjá Ráðstefnuborginni mikill heiður að geta tekið á móti þessum hóp og sýnt þeim það sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Þorsteinn að lokum.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Young business woman

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry