Heiðurs Ambassadorar Meet in Reykjavík 2019. Frá vinstri: Dr. Eyþór Ívar Jónsson, Eliza Reid og Rósbjörg Jónsdóttir

Þrír „Ambassadorar“ heiðraðir (myndband)

  • 30 September, 2019
  • Category: IS

Þann 5. september 2019 stóðu Ráðstefnuborgin Reykjavík og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir fundi um vöxt, tækifæri og leitni (e. trend) í ráðstefnu-, viðburða- og hvataferðaþjónustu á Íslandi undir yfirskriftinni Áfram MICE-Land. Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum voru þrír samstarfsaðilar (Ambassadorar) Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur heiðraðir fyrir að hafa greitt fyrir komu stórra verkefna til landsins.

Það voru:

Eliza Reid sagnfræðingur, forsetafrú og önnur af tveimur stofnendum ritlistarbúðanna „Iceland Writers Retreat“ sem hafa farið fram árlega hér á landi frá árinu 2014. Um 600 erlendir gestir hafa tekið þátt í búðunum frá stofnun þeirra. „Iceland Writers Retreat“ inniheldur fjölda vinnustofa sem er stýrt af alþjóðlegum hópi rithöfunda og gefst þátttakendum jafnframt tækifæri til þess að sækja sér innblástur í íslenska náttúru og íslenskan bókmenntaarf. Á næsta ári verður samhliða boðið upp á samskonar búðir fyrir bókaunnendur undir heitinu „Iceland Readers Retreat“ og eru miklar væntingar bornar til þess verkefnis.

Dr. Eyþór Ívar Jónsson stofnandi Viðskiptaakademíunnar, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands og forstöðumaður „A-Board“ við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn fyrir Evrópuþing EURAM (European Academy of Management) 2018. Þingið fór fram í Háskóla Íslands og var sótt af 1.700 meðlimum samtakanna sem er metþátttaka.

Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúi „Social Progress Imperative“ á Íslandi, meðeigandi/stofnandi að alþjóðlegu stjórnendaráðstefnunni á sviði félagslegra framfara, „What Works Summit“  2016, 2017 og 2019. Rósbjörg kom jafnframt að þróun Iceland „Geothermal Conference“ 2010, 2013 og 2016 og leiddi umsóknarferli „World Geothermal Congress“ sem haldin verður hér á landi í apríl 2020

Áætlaðar gjaldeyristekjur af þeim viðburðum sem Eliza, Eyþór og Rósbjörg hafa staðið fyrir hér á landi hingað til eru yfir þrír milljarðar króna.

Sigurjóna Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur segir að sá árangur sem náðst hefur í ráðstefnu- og viðburðaferðaþjónustu hér á landi á undanförnum árum sé að miklu leyti drifinn áfram af einstaklingum sem hafa einurð og kraft til að leiða slík verkefni. „Það er ævintýri líkast að vinna með fólki eins og Elízu, Eyþóri og Rósbjörgu. Þau eru talandi dæmi um hvað hægt er að ná miklum árangri með vilja og þrautseigju. Þau fóru öll af stað með eina hugmynd og voru rétta fólkið til að hrinda henni í framkvæmd. Það er fullt af fólki úti í samfélaginu sem er í svipuðum sporum og þau voru fyrir nokkrum árum síðan og hefur áhuga á að stofna til eða sækja alþjóðleg verkefni til landsins. Við hvetjum það fólk til að gera það sem þau gerðu, hafa samband við Ráðstefnuborgina Reykjavík (Meet in Reykjavík) og kanna hvert okkar samstarf gæti leitt þau,“ segir Sigurjóna.

Hér fyrir neðan er stutt myndband sem tekið var upp í lok fundar:

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Harpa Norðurljós

Miklar búsifjar í ráðstefnu-, fundar- og hvataferðaþjónustu hér á landi vegna COVID-19

Árið 2020 stefndi í metár í alþjóðlegum fundum, ráðstefnum, hvataferðum og viðburðum hér á landi, að sögn Sigurjónu Sverristóttir framkvæmdastjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Félagið er samstarf Reykjavíkurborgar, Icelandair group, Hörpu og rúmlega 40 annarra hagsmunaaðila og sér um kynningu og markaðssetningu á Reykjavík og Íslandi sem áfangastaður fyrir viðskiptaferðaþjónustu. Samkvæmt áætlunum félagsins stefndi…

  • 17 March, 2020
  • Category: IS

Nýr starfsmaður hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík

Guðrún Ósk Kristinsdóttir hóf störf hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík 1. nóvember síðastliðin. Guðrún Ósk á að baki langan feril í MICE ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelan Travel, Atlantik og Concept Events. Guðrún Ósk mun sjá um tilboðsgerð í stærri ráðstefnur í samstarfi við aðildarfélaga og ambassadora. Ráðstefnuborgin Reykjavík býður Guðrúnu velkomna til starfa.

  • 13 December, 2019
  • Category: IS

RR skrifar undir yfirlýsingu um Ábyrga ferðaþjónustu

Þann 5. desember. s.l. á degi ábyrgrar ferðaþjónustu sem haldin var á Hótel Sögu skrifaði Ráðstefnuborgin Reykjavík undir yfirlýsingu um Ábyrga ferðaþjónustu. Félagið skuldbindur sig þar með til þess að birta markmið sín um samfélagslega ábyrgð. Þau markmið verða hluti af sjálfbærnistefnu RR sem birt verða á fyrrihluta næsta árs. Við sama tilefni skrifaði einn…

  • 11 December, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry