Sigurjóna Sverrisdóttir

Sigurjóna Sverrisdóttir í viðtali á IBTM World Barcelona

Verðmæt snerting við MICE-Kaupendur

  • 13 December, 2018
  • Category: IS

Síðasta kaupstefna ársins, IBTM World Barcelona, fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018. Skömmu áður eða 16.–18. Október var IMEX America haldin í Las Vegas. Frá árinu 2012 hefur Ráðstefnuborgin Reykjavík leitt hóp íslenskra þjónustuaðila á umræddar kaupstefnur. Var þetta því í sjöunda skipti sem Reykjavík og Ísland er kynnt á sýningunni undir merkjum Meet in Reykjavík. Jafn oft hefur Sigurjóna Sverrisdóttir staðið þar vaktina.

Sigurjóna segir sýningarnar í ár hafa verið frábærar í alla staði og áhuginn á Íslandi vaxi með hverju árinu sem líður. Sigurjóna hefur einnig merkt breytingu á þeim kaupendum sem koma á íslenska básinn. Þeir þekki betur til lands og þjóðar og séu upplýstir um áfangastaðinn, sérstöðu hans og þá þjónustu sem hér er boðin.

Á IBTM World Barcelona í ár voru fulltrúar 13 fyrirtækja á bás Meet in Reykjavík og 507 fundir haldnir sem er fundarmet, enda frábær undirbúningur allra aðildarfélaga sem liggur að baki. Í Las Vegas voru 11 fyrirtæki á básnum og 293 fundir teknir, sem einnig var met.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Team Iceland IBTM World Barcelona 2018

Vinsældir Íslands á IBTM vekja athygli

Mikilvægi fagsýninga fyrir kaupendur af MICE ferðaþjónustu er nokkuð óumdeilt. Þó nokkrar kannanir hafa sýnt að meirihluti MICE kaupenda kýs að nýta sér fagsýningar til þess að afla upplýsinga um áfangastaði og komast í beint samband við einstaka þjónustu aðila. IBTM World Barcelona fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018 en hún er ein af þeim…

  • 23 January, 2019
  • Category: IS
gds index logo 2018

Reykjavík 89% sjálfbær ráðstefnuborg

Listi Global Destination Sustainability Index (GDS-Index) fyrir árið 2018 hefur verið opinberaður og samkvæmt honum uppfyllir Reykjavík nú 89% markmiða um sjálfbærni Ráðstefnuborga. Reykjavík er í þriðja sæti listans eins og undanfarin tvö ár þrátt fyrir að hafa bætt einkunn sína um ein sjö prósentustig á milli ára. Norrænar borgir eru áberandi á listanum í…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
The Women Leaders Iceland team 2018

Alþjóðleg ráðstefna kvenleiðtoga fór fram í Hörpu

26.–28. nóvember síðastliðinn var alþjóðleg ráðstefna kvenleiðtoga (Women Leaders Global Forum) haldin í Hörpu. Kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum, tæknigeiranum o.fl. frá yfir 100 löndum fylltu Norðurljósasal Hörpu. Tilgangur fundarins var að gefa þessum hópi tækifæri til þess að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu…

  • 13 December, 2018
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry