Sigurjóna Sverrisdóttir

Sigurjóna Sverrisdóttir í viðtali á IBTM World Barcelona

Verðmæt snerting við MICE-Kaupendur

  • 13 December, 2018
  • Category: IS

Síðasta kaupstefna ársins, IBTM World Barcelona, fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018. Skömmu áður eða 16.–18. Október var IMEX America haldin í Las Vegas. Frá árinu 2012 hefur Ráðstefnuborgin Reykjavík leitt hóp íslenskra þjónustuaðila á umræddar kaupstefnur. Var þetta því í sjöunda skipti sem Reykjavík og Ísland er kynnt á sýningunni undir merkjum Meet in Reykjavík. Jafn oft hefur Sigurjóna Sverrisdóttir staðið þar vaktina.

Sigurjóna segir sýningarnar í ár hafa verið frábærar í alla staði og áhuginn á Íslandi vaxi með hverju árinu sem líður. Sigurjóna hefur einnig merkt breytingu á þeim kaupendum sem koma á íslenska básinn. Þeir þekki betur til lands og þjóðar og séu upplýstir um áfangastaðinn, sérstöðu hans og þá þjónustu sem hér er boðin.

Á IBTM World Barcelona í ár voru fulltrúar 13 fyrirtækja á bás Meet in Reykjavík og 507 fundir haldnir sem er fundarmet, enda frábær undirbúningur allra aðildarfélaga sem liggur að baki. Í Las Vegas voru 11 fyrirtæki á básnum og 293 fundir teknir, sem einnig var met.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

Eventex 2019

Reykjavík verðlaunuð á Eventex Awards 2019

Reykjavík var valin besta viðburðaborg Evrópu (Best Event Destination in Europe) þegar Eventex Awards voru veitt í níunda sinn í síðasta mánuði. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á bæði fyrirtækjum og áfangastöðum sem veita framúrskarandi þjónustu og upplifun þegar kemur að hvers kyns viðburðahaldi. Verðlaunahátíðin er óhefðbundin en hún fór fram í beinni útsendingu…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Hótel Saga 2019 Radisson

Búðu til þína eigin sögu

Hótel Saga hefur tekið í notkun glænýjan bókunarvef fyrir funda- og ráðstefnudeild hótelsins. Salina, sem eru fullbúnir tækjakosti, er hægt að stækka og minnka eftir þörfum og þannig sníða viðburðum stakk eftir vexti. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, gerir viðskiptavinum kleift að bóka og skipuleggja hvern viðburð frá grunni hvort sem…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
Young business woman

Auglýst eftir verðmætari ferðamönnum

Pistill eftir Sigurð Val Sigurðsson, markaðsstjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem á sér stað fækkun erlendra gesta er stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum tíðrætt um að það sé til lítils að horfa í farþegatölur einar og sér heldur þurfi…

  • 15 May, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry