Sigurjóna Sverrisdóttir

Sigurjóna Sverrisdóttir í viðtali á IBTM World Barcelona

Verðmæt snerting við MICE-Kaupendur

  • 13 December, 2018
  • Category: IS

Síðasta kaupstefna ársins, IBTM World Barcelona, fór fram dagana 27.–29. nóvember 2018. Skömmu áður eða 16.–18. Október var IMEX America haldin í Las Vegas. Frá árinu 2012 hefur Ráðstefnuborgin Reykjavík leitt hóp íslenskra þjónustuaðila á umræddar kaupstefnur. Var þetta því í sjöunda skipti sem Reykjavík og Ísland er kynnt á sýningunni undir merkjum Meet in Reykjavík. Jafn oft hefur Sigurjóna Sverrisdóttir staðið þar vaktina.

Sigurjóna segir sýningarnar í ár hafa verið frábærar í alla staði og áhuginn á Íslandi vaxi með hverju árinu sem líður. Sigurjóna hefur einnig merkt breytingu á þeim kaupendum sem koma á íslenska básinn. Þeir þekki betur til lands og þjóðar og séu upplýstir um áfangastaðinn, sérstöðu hans og þá þjónustu sem hér er boðin.

Á IBTM World Barcelona í ár voru fulltrúar 13 fyrirtækja á bás Meet in Reykjavík og 507 fundir haldnir sem er fundarmet, enda frábær undirbúningur allra aðildarfélaga sem liggur að baki. Í Las Vegas voru 11 fyrirtæki á básnum og 293 fundir teknir, sem einnig var met.

Share this article:

MORE ARTICLES YOU MIGHT LIKE 

BID-bækur 2018

14 BID unnust árið 2018

Á árinu 2018 unnust 14 BID sem Meet in Reykjavík átti aðkomu að og er það met þar sem unnum BIDum fjölgaði um eitt frá árinu 2017. Eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi er BID umsókn eða yfirlýsing um vilja áfangastaðar til þess að halda tiltekna ráðstefnu eða viðburð. Undantekningarlaust berjast…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
European Fom Awards 2018

EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNIN Á ÍSLANDI 2020

Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í desember árið 2020. Stofnað var til verðlaunanna árið 1988 en megintilgangur þeirra er að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Um viðamikið samstarfsverkefni er að ræða milli ríkis og borgar og hafa viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttust…

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
Go to Iceland Logo (fylgir frétt um aðild)

Go to Iceland nýr aðildarfélagi Meet in Reykjavík

Í febrúar gekk fyrirtækið Go to Iceland (DMC) í hóp aðildarfélaga Meet in Reykjavík. Go to Iceland er ný ferðaskrifstofa sem er reyst á áratugareynslu eigenda hennar. Ferðaskrifstofan mun meðal annars bjóða upp á sérlausnir fyrir hvers kyns hvataferða- og fyrirtækjahópa. Meet in Reykjavík býður Go to Iceland velkomið í hóp aðildarfélaga.

  • 5 March, 2019
  • Category: IS
 

Are you interested in Reykjavik?

Send enquiry