Háskólasamstarf

Meet in Reykjavík hefur frá árinu 2018 átt í formlegu samstarfi við Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans í Reykjavík (HR), Listaháskóla Íslands (LHÍ), Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands. Með það að markmiði að fjölga alþjóðlegum akademískum fundum og ráðstefnum á vegum háskólanna hér á landi.

Meet in Reykjavik veitir háskólunum, starfsfólki þeirra og samstarfsaðilum aðstoð við undirbúning, upplýsingaöflun og tilboðsgerð fyrir alþjóðlega fundi og ráðstefnur sem tengjast háskólunum með einhverjum hætti.

Mánaðarlega eru opnir viðtalstímar hjá Meet in Reykjavík í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík en starfsfólki allra skóla stendur jafnframt til boða að bóka viðtalstíma hvenær sem er í gegnum fjarfundabúnað eða á skrifstofu Íslandsstofu í Grósku.   

Nánari upplýsingar veita:

Hildur Björg Bæringsdóttir

Viðskiptastjóri, Meet in Reykjavík

Guðrún Ósk Kristinsdóttir

Viðskiptastjóri, Meet in Reykjavík