Gestgjafar

Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau hefur frá árinu 2014 veitt stuðning og ráðgjöf til þeirra gestgjafa sem vilja beita sér fyrir því að fá alþjóðlegar ráðstefnur, fundi eða viðburði til landsins.

Sett var á laggirnar svokallað „Gestgjafa program“ til þess að búa til vettvang fyrir fjölbreyta flóru fólks úr hinum ýmsum kimum samfélagsins svo sem háskólasamfélaginu, viðskiptalífinu, íþróttahreyfingunni, menningargeiranum, stjórnmálum o.m.fl. sem hefur tengsl eða tekur þátt í starfsemi ýmissa alþjóðlegra félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana.     

Yfir 300 gestgjafar hafa nýtt sér þjónustu Meet in Reykjavík með einhverjum hætti og á annað hundrað verkefni stór eða smá hafa skilað sér til landsins í gegnum þetta samstarf.

Gestgjafar geta fengið aðgang að fjölbreyttu markaðs- og kynningarefni, aðstoð við tilboðsgerð og upplýsingaöflun, ráðgjöf um framkvæmd funda, ráðstefna og viðburða o.m.fl.

Þjónusta Meet in Reykjavík er alltaf gjaldfrjáls.  

Nánari upplýsingar veita:

Hildur Björg Bæringsdóttir

Viðskiptastjóri, Meet in Reykjavík

Guðrún Ósk Kristinsdóttir

Viðskiptastjóri, Meet in Reykjavík