video thumbnail

IMEX í Frankfurt 20.- 22. maí 2025


Kaupstefnan IMEX verður haldin í Frankfurt 20. - 22. maí. Íslandsstofa heldur utan um þjóðarbás fyrir samstarfsfyrirtæki Meet in Reykjavik, en á síðasta ári voru 10 fyrirtæki með í för.

Sýningin er haldin í Messe Frankfurt og stendur yfir í þrjá daga með fyrirframbókaða fundi í fundarkerfi á vegum sýningarhaldara.

Áætlað verð miðað við 9 þátttökufyrirtæki er 1.200.000kr. Staðfestingargjald verður innheimt 3. febrúar. Lokagreiðsla verður innheimt í lok maí eftir sýninguna. Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn.

Skráningarfrestur á sýninguna er til 30. janúar 2025. Skráning fer fram hér

Fyrirtæki með viðurkennda sjálfbærnivottun (s.s. Iso 14001, Svansvottun, Vakann ofl.) njóta forgangs í þátttöku á sýningum og öðrum sértækum verkefnum á vegum Meet in Reykjavík.

Nánari upplýsingar:

Vefur sýningarinnar

Skýrsla um kaupendur 2024