
Myndir frá MICELAND 2025 í Grósku
Vinnustofan MICELAND 2025 fór fram í Grósku þriðjudaginn 14. janúar s.l. og í ár var hún hluti af ferðaþjónustuvikunni.
MICELAND fór fram strax í kjölfarið á markaðssamtali ferðaþjónustunnar þar sem hagaðilar í íslenskri ferðaþjónustu koma saman til að ræða markaðshorfur, stefnumótun og komandi verkefni í markaðsmálum.
MICELAND var nú haldin í fimmta sinn. Markmið viðburðarins er að skapa vettvang þar sem sem birgjar, hótel, afþreyingarfyrirtæki og aðrir sem þjónusta MICE ferðamenn geta kynnt vöruframboð sitt fyrir ferðaþjónustuaðilum, hagaðilum og öðrum gestum. Í ár kynntu 26 fyrirtæki þjónustu sína fyrir um yfir 100 skipuleggjendum ráðstefnu og hvataferða (DMC/PCO) og öðrum gestum.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar svipmyndir frá vinnustofunni.