Samstarfsfyrirtæki

Starfsemi Meet in Reykjavík er opin öllum fyrirtækjum sem hafa hagsmuni af MICE ferðaþjónustu hér á landi og hafa gild starfsleyfi og tryggingar. Skráning og þátttaka í almennu félagsstarfi er gjaldfrjáls en fyrirtæki greiða fyrir þátttöku sértækum verkefnum (s.s. þátttöku á sýningum, söluheimsóknum ofl.)

Allir samstarfsaðilar fá aðgang að almennu félagsstarfi s.s. þátttöku í vinnustofum, fræðslufundum ofl., fá sýnileika á vef félagsins og fá merki/logo til notkunar á eigin vef og markaðsefni.

Fyrirtæki með viðurkennda sjálfbærnivottun (s.s. Iso 14001, Svansvottun, Vakann ofl.) njóta forgangs í þátttöku á sýningum og öðrum sértækum verkefnum á vegum Meet in Reykjavík. Auk þess eru þau merkt sérstaklega á vef félagsins og fá aukinn sýnileika á kynningarefni og tilboðsgögnum.   

Skráning og umsóknarferli

Þegar sótt er um þátttöku í verkefninu þarf að gera grein fyrir eftirfarandi:

  • Fyrirtæki þurfa að sýna framá gild starfsleyfi og tryggingar
  • Gera grein fyrir hagsmunum sínum af MICE ferðaþjónustu
  • Gera grein fyrir sjálfbærnivottunum séu þær til staðar

Ef umsókn er telst fullnægjandi er hún sjálfkrafa samþykkt. Ef uppkemur óvissa um lögmæti umsóknar er hún lögð fyrir verkefnisstjórn sem tekur í framhaldi afstöðu til hennar og samþykir eða hafnar. Sé umsókn hafnað verður gerð grein fyrir því skriflega og umsækjanda gefin kostur á að aðlaga umsókn sé þess þörf.

Sækja um

Nánari upplýsingar veitir:

Sigurjóna Sverrisdóttir

Viðskiptastjóri, Meet in Reykjavík