
MICE LAND 2022
Íslandsstofa (Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau) stendur fyrir vinnustofu og uppskeruhátíð fyrir fyrirtæki í MICE ferðaþjónustu föstudaginn 16. september n.k. í Hörpu frá kl. 13:00-15:00.
Á vinnustofunni gefst birgjum s.s. hótelum, afþreyingafyrirtækjum og öðrum sem þjónusta MICE ferðamenn tækifæri til að kynna vöruframboð sitt og helstu nýjungar fyrir starfsfólki hjá ferðaskrifstofum og söluaðilum (DMC/PCO) og öðrum boðsgestum. Í lok vinnustofunnar verður skálað fyrir frábærum árangri í kjölfar heimsfaraldurs og jákvæðri verkefnastöðu MICE ferðaþjónustunnar næstu misserin.
Vinnustofan er kjörið tækifæri fyrir allt fagfólk í MICE ferðaþjónustu hér á landi til að hittast, stilla saman strengi og þétta raðirnar.
Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 9. september.k.
- Ekkert gjald er fyrir þátttöku í vinnustofunni og er hún opin öllum samstarfsfyrirtækjum Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau.
- Nánari upplýsingar um þátttöku í verkefninu Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau má finna hér:
Nokkrar umsagnir eftir MICE LAND 2021
"Það var alveg frábært að hittast á ný eftir afar erfiða 18 mánuði í greininni. Á vinnustofunni hitti maður bæði þekkt sem og ný andlit og náði sannarlega góðu „kick-starti“ á greinina, sem var svo sannarlega að vakna aftur til lífsins á þessum tíma. Þess utan komu góð viðskiptatækifæri út úr MICE-land"
Inga Dís Richter, Reykjavík Excursions
"Það er frábært að hitta sína reglubundnu birgja augliti til auglitis og styrkja böndin en vonin um að fá nýja vöru til að selja kúnnunum er spennandi í mínum huga."
Gunnar Traustason, g-events
"Við hjá Atlantik heimsóttum MICE LAND í Hörpu og fengum þar tækifæri til þess að hlusta á áhugaverð erindi. Jafnframt var þar tækifæri til að hitta ýmsa samstarfsaðila okkar hér á landi og fá nýjar upplýsingar um vöruframboð og þjónustu. Auk þess náðum við að hitta í eigin persónu margt af því góða fólki sem við eigum reglulubundnu samstarfi við í tengslum við hvataferðir og ráðstefnur á okkar vegum. Þökkum Meet in Reykjavik fyrir að skipuleggja þennan viðburð og tengja saman þjónustuaðila hér á landi og veita okkur innblástur með áhugaverðum fyrirlesurum í faginu. Hlökkum til þátttöku í næsta „MICE LAND“ – Áfram Ísland!"
Gunnar Rafn Birgisson, Atlantik