Frá MICELAND 2021

MICELAND 2024

Íslandsstofa (Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau) stendur fyrir vinnustofu og uppskeruhátíð fyrir fyrirtæki í MICE ferðaþjónustu þriðjudaginn 16. janúar 2024 í Grósku frá kl. 13:00-16:00.

MICELAND er hluti af ferðaþjónustuvikunni. Nánari upplýsingar um ferðaþjónustuvikunna á vef Ferðamálastofu

Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem sem birgjar, hótel, afþreyingarfyrirtæki og aðrir sem þjónusta MICE ferðamenn geta kynnt vöruframboð sitt og helstu nýjungar fyrir ferðaþjónustuaðilum (DMC/PCO), hagaðilum og öðrum boðsgestum. Í lok vinnustofunnar verður skálað fyrir frábærum árangri og jákvæðri verkefnastöðu MICE ferðaþjónustunnar næstu misserin.

Vinnustofan er kjörið tækifæri fyrir allt fagfólk í MICE ferðaþjónustu hér á landi til að hittast, stilla saman strengi og þétta raðirnar.

Skráning gesta á MICE LAND 2024

  • Ekkert gjald er fyrir þátttöku í vinnustofunni fyrir ferðaþjónustufyrirtæki (DMC/PCO), hagaðila og aðra gesti.
  • Skráningarfrestur til 12. janúar

Skráðir sýnendur á MICE LAND 2024

  • Ekkert gjald er fyrir þátttöku í vinnustofunni en það eru einungis samstarfsfyrirtæki Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau sem geta skráð sig sem sýnendur.
  • Nánari upplýsingar um þátttöku í verkefninu Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau má finna hér:

Fyrirkomulag vinnustofunnar er hraðstefnumót þar sem birgjar, hótel, afþreyingarfyrirtæki og aðrir sem þjónusta MICE ferðamenn geta kynnt vöruframboð sitt og helstu nýjungar fyrir starfsfólki hjá ferðaskrifstofum og söluaðilum (DMC/PCO).

Fundirnir:

▪ Hver fundur verður 7 mínútur og ein mínúta á milli funda.

▪ Hringt verður bjöllu til að gefa merki um hvenær á að skipta.

▪ Söluaðilar (DMC/PCO), hagaðilar og aðrir gestir ganga á milli funda.

▪ 1-2 starfsmenn geta setið fundi frá hverjum birgja og 1 starfsmaður frá hverjum söluaðila.

▪ Eftir hraðstefnumótin gefst tækifæri á að ná tali af þeim sem ekki náðist að tala við

Aðstaðan í Grósku:

▪ Salurinn opnar kl. 12 og hafa birgjar (sýnendur) þá milli 12.00-13.00 til að stilla upp

▪ Hver sýnandi fær úthlutað háu hringborði

▪ Sýnendur geta sett upp „banner-up-standa“, til aðgreiningar (svo lengi sem það truflar ekki aðra fundi).

▪ Ekki er gert ráð fyrir aðgangi að rafmagni.

▪ Við biðjum birgja að bjóða ekki upp á veitingar í ljósi þess hversu naumur fundartíminn er.

▪ Að öðru leyti geta þátttakendur nýtt það kynningarefni sem þeir kjósa.

Nokkrar umsagnir eftir MICE LAND 2021

"Það var alveg frábært að hittast á ný eftir afar erfiða 18 mánuði í greininni. Á vinnustofunni hitti maður bæði þekkt sem og ný andlit og náði sannarlega góðu „kick-starti“ á greinina, sem var svo sannarlega að vakna aftur til lífsins á þessum tíma. Þess utan komu góð viðskiptatækifæri út úr MICE-land"

Inga Dís Richter, Reykjavík Excursions

"Það er frábært að hitta sína reglubundnu birgja augliti til auglitis og styrkja böndin en vonin um að fá nýja vöru til að selja kúnnunum er spennandi í mínum huga."

Gunnar Traustason, g-events

"Við hjá Atlantik heimsóttum MICE LAND í Hörpu og fengum þar tækifæri til þess að hlusta á áhugaverð erindi.  Jafnframt var þar tækifæri til að hitta ýmsa samstarfsaðila okkar hér á landi og fá nýjar upplýsingar um vöruframboð og þjónustu.   Auk þess náðum við að hitta í eigin persónu margt af því góða fólki sem við eigum reglulubundnu samstarfi við í tengslum við hvataferðir og ráðstefnur á okkar vegum.   Þökkum Meet in Reykjavik fyrir að skipuleggja þennan viðburð og tengja saman þjónustuaðila hér á landi og veita okkur innblástur með áhugaverðum fyrirlesurum í faginu.  Hlökkum til þátttöku í næsta „MICE LAND“ – Áfram Ísland!"

Gunnar Rafn Birgisson, Atlantik

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Björg Bæringsdóttir

Verkefnisstjóri, Meet in Reykjavík