Miceland 2024

MICELAND 2025

Íslandsstofa (Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau) býður upp á kynningarvettvang fyrir fyrirtæki í MICE ferðaþjónustu þriðjudaginn 14. janúar 2025 í Grósku frá kl. 13:00-16:00. Viðburðurinn hefst kl. 13:00 á Markaðssamtali Ferðaþjónustunnar í ráðstefnusal Grósku og í kjölfarið hefst MICEland í forrými Grósku.

MICELAND er hluti af ferðaþjónustuvikunni. Nánari upplýsingar um ferðaþjónustuvikuna á vef Ferðamálastofu

Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem sem birgjar, hótel, afþreyingarfyrirtæki og aðrir sem þjónusta MICE ferðamenn geta kynnt vöruframboð sitt og helstu nýjungar fyrir ferðaþjónustuaðilum (DMC/PCO), hagaðilum og öðrum boðsgestum.

MICELAND er kjörið tækifæri fyrir allt fagfólk í MICE ferðaþjónustu hér á landi til að hittast, stilla saman strengi og þétta raðirnar.

SKRÁNING GESTA Á MICE LAND 2025

  • Ekkert gjald er fyrir þátttöku í vinnustofunni fyrir ferðaþjónustufyrirtæki (DMC/PCO), hagaðila og aðra gesti.

SKRÁÐIR SÝNENDUR Á MICE LAND 2025

  • Ekkert gjald er fyrir þátttöku í vinnustofunni en það eru einungis samstarfsfyrirtæki Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau sem geta skráð sig sem sýnendur. Nánari upplýsingar um þátttöku í verkefninu Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau má finna hér:
  • Skráningarfrestur til 9. janúar fyrir sýnendur.

Fyrirkomulag vinnustofunnar er þannig að birgja s.s. hótel, afþreyingarfyrirtæki og aðrir sem þjónusta MICE ferðamenn fá tækifæri til að kynna vöruframboð sitt og helstu nýjungar fyrir starfsfólki hjá ferðaskrifstofum og söluaðilum (DMC/PCO). Engin bjalla, ekkert fundarbókunarkerfi, bara frjáls flæði.

AÐSTAÐAN Í GRÓSKU:

▪ Salurinn opnar kl. 12 og hafa birgjar (sýnendur) þá milli 12.00-12.45 til að stilla upp.

▪ Hver sýnandi fær úthlutað háu hringborði

▪ Sýnendur geta skráð ósk um að koma með roll-up standa (e. gardínur)

▪ Ekki er gert ráð fyrir aðgangi að rafmagni.

▪ Að öðru leyti geta þátttakendur nýtt það kynningarefni sem þeir kjósa.


NOKKRAR UMSAGNIR EFTIR MICE LAND 2024:

"Það er bara geggjað að hitta fólk, sjá og hittast í raunheimum."
Ýmir Björgvin Arthúrsson, Magical Iceland

"Það er alltaf einhver sem ótrúlegt en satt hafa ekki heyrt af okkur ennþá og svo ég búin að hitta nokkra í dag sem þekktu okkur en greinilega ekki alveg nógu vel því það var hægt að segja þeim ýmislegt til viðbótar."
Ólafur Sveinsson, Your Friend in Reykjavík

"Þetta getur líka aukið samstarf milli aðila sem eru þá í sama business og við öll auðvitað."
Kristín Sóley Björnsdóttir, Menningarhúsið HOF Akureyri

"Fólk þarf bara greinilega að mæta á svona viðburði til að sýna sig og sjá aðra, kynna vöruna sína, kynnast annarri vöru, þannig að ég er mjög bjartsýnn með viðburðina hér í framtíðinni."
Valgeir Bjarnason, Bagbee

MYNDBAND FRÁ MICE LAND 2024:

Nánari upplýsingar veitir:

Hildur Björg Bæringsdóttir

Viðskiptastjóri, Meet in Reykjavík